Segir flokksfélaga í jójó-leik

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ef menn ætla að fara að stunda það að draga til baka og sækja um aftur eftir því hvernig vindar blása  geta menn verið í svoleiðis jójó-leik endalaust,“segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um það sjónarmið margra flokksbræðra sinna að leggja beri aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til hliðar í ljósi breyttra aðstæðna.

Hinn 13. ágúst sl. lýsti Árni Þór því yfir á fundi utanríkismálanefndar að eðlilegt væri að allir flokkar endurmætu afstöðuna til ESB-umsóknarinnar, í ljósi umróts í Evrópu. Nokkrum dögum síðar var málið á dagskrá á flokksráðsþingi VG á Hólum í Hjaltadal en síðan hefur lítið farið fyrir umræðu um málið innan VG. Árni Þór boðar frekari umræðu um málið.

„Ég tel einfaldlega að þetta sé mál sem við eigum að fjalla um núna á næstunni, á þessu hausti. Hver staðan nákvæmlega er og hver líkleg þróun er, það er það sem við töluðum um á okkar flokksráðsfundi og það er það í raun sem ég er að tala fyrir að við gerum.“

Ekki hægt að tímasetja lok viðræðna

- Hvenær telurðu raunhæft að við getum séð aðildarsamning við ESB?

„Ég tel að það sé ekki hægt að setja neina tímasetningu í því máli ákveðið. En ég tel að það séð útséð um að það verði samningur á þessu kjörtímabili. Þegar málið var samþykkt 2009 var rætt við mig af mörgum fjölmiðlum, ekki síst erlendum, og þá sýnist mér að ég hafi sagt almennt að ég teldi ekki líklegt að þetta mál yrði komið til afgreiðslu fyrr en 2013.

Það var mitt mat þá. Frekar hefur nú ferlið tafist heldur en hitt. Þannig að ég tel að það sé dálítið í það að þetta klárist. Sérstaklega erum við með þessa þungu kafla eftir eins og sjávarútveginn, sem er auðvitað ógerningur að gera sér grein fyrir hvað gæti tekið langan tíma.“

Leysi makríldeiluna fyrst

- Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í þingræðu í gær að makríldeilan væri að tefja opnun sjávarútvegskaflans. Það stefndi ekki í að samningur lægi ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi á fyrri hluta árs 2014?

„Það kann vel að vera. Ég tel sjálfur að það gæti verið skynsamlegt að reyna að leiða það deiluefni til lykta áður en menn vinda sér í sjávarútvegskaflann. En auðvitað geta verið skiptar skoðanir um það.“

- Hvernig heldurðu að grasrótin hjá VG og stuðningsmenn flokksins úti um allt land muni taka því að þetta mál sé að fara inn á næsta kjörtímabil? Hefurðu áhyggjur af því að hver viðbrögðin kunna að verða?

„Ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af því vegna þess að það eru auðvitað skiptar skoðanir um það hvernig eigi að standa að þessu máli í framhaldinu, bæði í okkar flokki og víðar í fleiri flokkum. Það sem mér finnst vera mest áberandi er það viðhorf að það sé eðlilegt og skynsamlegast að ljúka viðræðunum og bera samningsniðurstöðu undir þjóðina. Það er það viðhorf sem ég heyri mest í kringum mig.“

Um ákveðnar sérlausnir að ræða

- Telur þú raunhæft að hægt sé að fá aðildarsamning nú þegar? Tekur þú undir það sjónarmið  Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, flokkssystur þinnar, að nú þegar sé ljóst hvað felist í aðild?

„Já, ég tel að þau séu ekki byggð á staðreyndum. Ég held að menn hljóti nú að vita það. Þegar menn segja að það liggi allt fyrir nú þegar eru þeir væntanlega að vísa til þess að menn viti nokkurn veginn hvernig Evrópusambandið er í dag.

En viðræðurnar ganga auðvitað út á það að ræða um ákveðnar sérlausnir miðað við þá hagsmuni sem við höfum lýst, bæði í vinnu utanríkismálanefndar á sínum tíma og síðan í samningsafstöðu í einstökum köflum og það liggur auðvitað ekki fyrir niðurstaða í því.“

Geta verið í endalausum jójó-leik

- Hvað um það sjónarmið margra flokksbræðra þinna að ólgan í Evrópu og þær breytingar sem séu hugsanlega að verða í Evrópusambandinu þýði að það beri að draga umsóknina til baka og sækja um þegar ljóst er hvernig sambandið hefur breyst?

„Það er náttúrlega þannig að Evrópusambandið er háð sífelldum breytingum. Ef menn ætla að fara að stunda það að draga til baka og sækja um aftur eftir því hvernig vindar blása  geta menn verið í svoleiðis jójó-leik endalaust. Við vitum ekkert hvernig staðan verður.

Gefum okkur það að samningsniðurstaða lægi fyrir snemma árs 2014. Vitum við eitthvað hvernig staðan í efnahagsmálum Evrópu verður þá? Nei, við vitum það ekki. Það verður bara að hafa sinn gang og þjóðin tekur afstöðu út frá þeirri samningsniðurstöðu sem fyrir liggur og þeim aðstæðum sem þá eru upp í Evrópu og hér heima. Mér finnst það eðlilegt að hafa þann gang í málinu,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

Í gær, 20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

Í gær, 18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

Í gær, 18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

Í gær, 18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

Í gær, 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

Í gær, 17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

Í gær, 17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

Í gær, 18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

Í gær, 17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

Í gær, 16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...