Segir flokksfélaga í jójó-leik

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ef menn ætla að fara að stunda það að draga til baka og sækja um aftur eftir því hvernig vindar blása  geta menn verið í svoleiðis jójó-leik endalaust,“segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um það sjónarmið margra flokksbræðra sinna að leggja beri aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til hliðar í ljósi breyttra aðstæðna.

Hinn 13. ágúst sl. lýsti Árni Þór því yfir á fundi utanríkismálanefndar að eðlilegt væri að allir flokkar endurmætu afstöðuna til ESB-umsóknarinnar, í ljósi umróts í Evrópu. Nokkrum dögum síðar var málið á dagskrá á flokksráðsþingi VG á Hólum í Hjaltadal en síðan hefur lítið farið fyrir umræðu um málið innan VG. Árni Þór boðar frekari umræðu um málið.

„Ég tel einfaldlega að þetta sé mál sem við eigum að fjalla um núna á næstunni, á þessu hausti. Hver staðan nákvæmlega er og hver líkleg þróun er, það er það sem við töluðum um á okkar flokksráðsfundi og það er það í raun sem ég er að tala fyrir að við gerum.“

Ekki hægt að tímasetja lok viðræðna

- Hvenær telurðu raunhæft að við getum séð aðildarsamning við ESB?

„Ég tel að það sé ekki hægt að setja neina tímasetningu í því máli ákveðið. En ég tel að það séð útséð um að það verði samningur á þessu kjörtímabili. Þegar málið var samþykkt 2009 var rætt við mig af mörgum fjölmiðlum, ekki síst erlendum, og þá sýnist mér að ég hafi sagt almennt að ég teldi ekki líklegt að þetta mál yrði komið til afgreiðslu fyrr en 2013.

Það var mitt mat þá. Frekar hefur nú ferlið tafist heldur en hitt. Þannig að ég tel að það sé dálítið í það að þetta klárist. Sérstaklega erum við með þessa þungu kafla eftir eins og sjávarútveginn, sem er auðvitað ógerningur að gera sér grein fyrir hvað gæti tekið langan tíma.“

Leysi makríldeiluna fyrst

- Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í þingræðu í gær að makríldeilan væri að tefja opnun sjávarútvegskaflans. Það stefndi ekki í að samningur lægi ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi á fyrri hluta árs 2014?

„Það kann vel að vera. Ég tel sjálfur að það gæti verið skynsamlegt að reyna að leiða það deiluefni til lykta áður en menn vinda sér í sjávarútvegskaflann. En auðvitað geta verið skiptar skoðanir um það.“

- Hvernig heldurðu að grasrótin hjá VG og stuðningsmenn flokksins úti um allt land muni taka því að þetta mál sé að fara inn á næsta kjörtímabil? Hefurðu áhyggjur af því að hver viðbrögðin kunna að verða?

„Ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af því vegna þess að það eru auðvitað skiptar skoðanir um það hvernig eigi að standa að þessu máli í framhaldinu, bæði í okkar flokki og víðar í fleiri flokkum. Það sem mér finnst vera mest áberandi er það viðhorf að það sé eðlilegt og skynsamlegast að ljúka viðræðunum og bera samningsniðurstöðu undir þjóðina. Það er það viðhorf sem ég heyri mest í kringum mig.“

Um ákveðnar sérlausnir að ræða

- Telur þú raunhæft að hægt sé að fá aðildarsamning nú þegar? Tekur þú undir það sjónarmið  Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, flokkssystur þinnar, að nú þegar sé ljóst hvað felist í aðild?

„Já, ég tel að þau séu ekki byggð á staðreyndum. Ég held að menn hljóti nú að vita það. Þegar menn segja að það liggi allt fyrir nú þegar eru þeir væntanlega að vísa til þess að menn viti nokkurn veginn hvernig Evrópusambandið er í dag.

En viðræðurnar ganga auðvitað út á það að ræða um ákveðnar sérlausnir miðað við þá hagsmuni sem við höfum lýst, bæði í vinnu utanríkismálanefndar á sínum tíma og síðan í samningsafstöðu í einstökum köflum og það liggur auðvitað ekki fyrir niðurstaða í því.“

Geta verið í endalausum jójó-leik

- Hvað um það sjónarmið margra flokksbræðra þinna að ólgan í Evrópu og þær breytingar sem séu hugsanlega að verða í Evrópusambandinu þýði að það beri að draga umsóknina til baka og sækja um þegar ljóst er hvernig sambandið hefur breyst?

„Það er náttúrlega þannig að Evrópusambandið er háð sífelldum breytingum. Ef menn ætla að fara að stunda það að draga til baka og sækja um aftur eftir því hvernig vindar blása  geta menn verið í svoleiðis jójó-leik endalaust. Við vitum ekkert hvernig staðan verður.

Gefum okkur það að samningsniðurstaða lægi fyrir snemma árs 2014. Vitum við eitthvað hvernig staðan í efnahagsmálum Evrópu verður þá? Nei, við vitum það ekki. Það verður bara að hafa sinn gang og þjóðin tekur afstöðu út frá þeirri samningsniðurstöðu sem fyrir liggur og þeim aðstæðum sem þá eru upp í Evrópu og hér heima. Mér finnst það eðlilegt að hafa þann gang í málinu,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja veita Leo vernd á Íslandi

21:16 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi hafa komið af stað undirskriftarsöfnun fyrir hinn eins og hálfs ára gamla Leo Nasr Mohammed og foreldra hans, Nasr Mohammed Rahimog Sobo Anw­ar Has­an. Með undirskriftunum vilja samtökin hvetja yfirvöld til að veita fjölskyldunni skjól og vernd á Íslandi. Meira »

Taka ábendingar um sinnuleysi alvarlega

20:57 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekur ábendingar um sinnuleysi lögreglu gagnvart ósjálfbjarga stúlku alvarlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

HÍ tekur þátt í alþjóðlegu neti háskóla

20:30 Háskóli Íslands er orðinn hluti af edX, alþjóðlegu neti háskóla sem bjóða opin netnámskeið, en edX var stofnað af bandarísku háskólunum Harvard og MIT. Fyrsta námskeið Háskólans í edX-samstarfinu verður í norrænum miðaldafræðum Meira »

Þyrla flutti þrjá á sjúkrahús

20:09 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir rútuslys sem varð við Lýsu­hól á Snæ­fellsnesi á sjötta tímanum í dag. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu. Meira »

„Kallar á stóraukið eftirlit“

20:04 „Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn. Meira »

Vill að bankaráð ræði símtalið

19:57 Björn Valur Gíslason, bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því að bankaráð ræði birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Ráðið kemur saman á fimmtudag. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...