Engin tengsl við makríldeiluna

Makrílveiðar hafa verið bitbein ríkisstjórnarinnar og ýmissa ríkja Evrópusambandsins, ekki …
Makrílveiðar hafa verið bitbein ríkisstjórnarinnar og ýmissa ríkja Evrópusambandsins, ekki síst Írlands.

Engin tengsl eru á milli makríldeilunnar og samningaviðræðna um sjávarútvegskaflann í aðildarferlinu að mati Timos Summa, forstöðumanns sendiskrifstofu Evrópusambandsins á Íslandi. Málin tvö séu óskyld.

Í júlí sl. lýsti Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, yfir áhyggjum af því í viðtali við Morgunblaðið að íslensk stjórnvöld væru ósveigjanleg í makríldeilunni og að það hefði tafið fyrir því að sjávarútvegskaflinn yrði opnaður.

Summa telur hins vegar að deilan hafi engin eiginleg áhrif á aðildarferlið. Íslensk stjórnvöld ráði hér för.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert