Alltaf að breytast

Stefnt var að hraðferð Íslands inn í sambandið. Annað kom …
Stefnt var að hraðferð Íslands inn í sambandið. Annað kom hins vegar á daginn. mbl.is/reuters

Áður en gengið var til þingkosninga í apríl 2009 bundu margir forystumanna Samfylkingar og stuðningsmanna þeirra vonir við að sótt yrði um aðild að ESB og aðildarferlinu síðan lokið snemma á kjörtímabilinu.

Má þar nefna að Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sá fyrir sér að samningar kynnu að liggja fyrir snemma sumars 2010.

Eftir að Alþingi samþykkti að senda inn aðildarumsókn 16. júlí 2009 tók hins vegar að bera á því sjónarmiði að Icesave-deilan tefði för vegna andstöðu deiluþjóðanna við inngöngu Íslands í ESB.

Síðar á kjörtímabilinu var makríldeilan sögð tefja ferlið, sjónarmið sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafnaði. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að síðan Árni Páll spáði hraðferð í ESB hafa tímaáætlanir aðildarsamnings stöðugt breyst og hefur óvissan um lok viðræðna e.t.v. aldrei verið meiri en nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert