Ekki smeyk við Outlaws

Sérsveit lögreglu við félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði.
Sérsveit lögreglu við félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði. mbl.is

Lögregla hér á landi er hvorki hrædd við Outlaws-vélhjólasamtökin né önnur samtök sem grunur leikur á að tengist glæpastarfsemi og treystir sér fyllilega til að halda þeim í skefjum.

Fari þessi samtök ekki að lögum verður þeim mætt af fullri hörku, hvergi verður slegið af, svo sem sást á umfangsmikilli aðgerð lögreglu gegn félögum í Outlaws fyrir rúmri viku.

Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem út kemur í dag.

Lögreglumenn virðast almennt ekki hafa miklar áhyggjur af umræddum hótunum í sinn garð og þykir umræðan undanfarið hafa farið út fyrir skynsemismörk. Meira hafi verið gert úr styrk Outlaws-samtakanna en efni standa til. „Ali umræðan á ótta þjónar það þeirra hagsmunum. Outlaws-liðar vilja að fólk sé hrætt við þá, það styrkir ímyndina og þannig er auðveldara fyrir þá að ógna fólki, til dæmis þegar þeir innheimta skuldir,“ segir lögreglumaður.

Outlaws-samtökin á Íslandi eiga nú svokallaða „skilorðsaðild“ að heimssamtökunum en gætu öðlast fulla aðild á næstu mánuðum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert