12.597 höfðu kosið utan kjörfundar

Um klukkan 4 í dag höfðu á þrettánda þúsund manns kosið í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.
 
Samkvæmt kjörstjóra í Ráðhúsinu í Reykjavík höfðu 12.597 kosið. Þar af höfðu 1.124 atkvæði borist í dag. 7.600 höfðu kosið í Reykjavík. Heildarfjöldi aðsendra atkvæða fyrir allt landið er 773 atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert