Betri batahorfur ef tóbaksnotkun er hætt

Nikótín er í öllum tegundum tóbaks, það veldur æðasamdrætti og …
Nikótín er í öllum tegundum tóbaks, það veldur æðasamdrætti og dregur þannig úr blóðstreymi um líkamann sem veldur því að sár eftir aðgerð grær ekki eins hratt og vel og ella. AFP

Margir þættir hafa áhrif á það hversu vel skurðaðgerð heppnast. Embætti landlæknis bendir á að ef fólk notar tóbak fyrir og eftir aðgerð þá geti það haft alvarlegar afleiðingar. Nái fólk hins vegar að hætta tóbaksneyslu fyrir aðgerð þá aukast líkurna á að aðgerðin heppnist vel.

Þetta kemur fram í bæklingi sem landlæknisembættið gaf nýverið út en hann ber heitið „Tóbakslausar aðgerðir - Betri batahorfur með því að vera laus við tóbak“. Í honum er að finna fræðslu um ávinninginn af því að hætta að nota tóbak fyrir og eftir skurðaðgerð. Þar má meðal annars finna leiðir til þess að ná árangri í að hætta að nota tóbak.

Í bæklingum kemur fram að hjá þeim sem noti bók fyrir og eftir aðgerð þá verði vefir líkamans fyrir súrefnisskorti sem orsakist fyrst og fremst af kolmónoxíði og nikótíni. Við reykingar fari kolmónoxíð inn í líkamann og hindri rauðu blóðkornin í að taka upp súrefni.

Bent er á að nikótín sé í öllum tegundum tóbaks, það valdi æðasamdrætti og dragi þannig úr blóðstreymi um líkamann sem valdi því að sár eftir aðgerð grær ekki eins hratt og vel og ella.

Þá segir, að ef batinn gangi hægt fyrir sig aukist líkur á því að fólk fái sýkingu í sárið. Einnig geti komið upp vandamál í hjarta, lungum og æðakerfi sem geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

„Ef þú þarft á sýklalyfjameðferð að halda vegna sýkingar eða aðhlynningar á sjúkrahúsi vegna annarra fylgikvilla, lengir það sjúkrahúsdvölina. Náir þú að hætta tóbaksneyslu fyrir aðgerð eykur þú líkurnar á að aðgerðin heppnist vel,“ segir í bæklingnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert