33% kosið í Garðabæ kl. 17

33% kjósenda höfðu kosið í Garðabæ kl. 17 í dag.
33% kjósenda höfðu kosið í Garðabæ kl. 17 í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

33% kjósenda í Garðabæ höfðu greitt atkvæði kl. 17 í dag, en þar er auk stjórnarskrárkosninganna kosið um sameiningu Garðabæjar og Álftaness.

Árni Ólafur Lárusson, formaður kjörstjórnar, segir að kjörsóknin sé dræmari en menn eigi að venjast. Á sama tíma í síðustu forsetakosningum hafi 36,3% kjósenda verið búnir að kjósa. Í Icesave-kosningunum 2011 hafi 44,3% verið búin að kjósa kl. 17 og í síðustu alþingiskosningum 51%. Kjörfundir eru opnir til kl. 22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert