66,2% sagt já á landsvísu

Talning atkvæða í Ráðhúsinu.
Talning atkvæða í Ráðhúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar 86.165 atkvæði hafa verið talin í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs hafa 66,2% þeirra sem taka afstöðu greitt atkvæði með því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Alls hafa 54.543 sagt já, 27.871 nei og 3.613 skilað auðu en 138 seðlar hafa verið úrskurðaðir ógildir.

68.867 atkvæði um það hvort náttúruauðlindir sem eru ekki í einkaeigu verði lýstar þjóðareign hafa verið talin. 49.511 eða 81,3% þeirra sem taka afstöðu hafa sagt já, 11.390 eða 18,7% hafa sagt nei. 7.833 hafa skilað auðu og 133 seðlar hafa verið ógildir við þeirri spurningu.

34.817 hafa greitt atkvæði með því að ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá. Það eru 57 prósent þeirra sem hafa tekið afstöðu. 26.288 hafa sagt nei, 7.626 hafa skilað auðu og 137 seðlar voru ógildir.

Þegar talin hafa verið 62.131 atkvæði um hvort heimila eigi persónukjör í auknum mæli við alþingiskosningar hafa 40.494 eða 75,7% þeirra sem taka afstöðu sagt já, 12.971 hefur sagt nei og 8.528 skilað auðu. 138 seðlar hafa verið úrskurðaðir ógildir, segir í frétt RÚV.

Kosið í Reykjavík í gær.
Kosið í Reykjavík í gær. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert