„Aldrei fundið svona skjálfta áður“

Á þriðja tug jarðskjálfta hafa orðið norður af Siglufirði í …
Á þriðja tug jarðskjálfta hafa orðið norður af Siglufirði í kvöld, sá stærsti 3,9. Veðurstofan

„Það nötrar allt. Ég hef bara aldrei fundið svona skjálfta áður,“ segir íbúi á Sauðárkróki sem hringdi í fréttastofu mbl.is nú fyrir skömmu.

Jarðskjálftar sem orðið hafa í kvöld á Norðurlandi finnast sumir vel í Skagafirði, en frá því á ellefta tímanum í kvöld hafa 25 jarðskjálftar orðið um 20 km norður af Siglufirði.

Íbúi á Sauðárkróki hringdi í mbl.is nú fyrir skömmu og lýsti því hvernig rúm hans, sem er 150 kg, hristist allt nú um tuttugu mínútur fyrir miðnætti. Sá skjálfti var samkvæmt vef Veðurstofu Íslands 3,8 að stærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert