Lítið lát á jarðskjálftum

Skjálfarnir í kvöld og nótt. Grænar stjörnur eru skjálftar yfir …
Skjálfarnir í kvöld og nótt. Grænar stjörnur eru skjálftar yfir þrjú stig. Mynd/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrinan á Norðurlandi heldur áfram og virðist lítið lát á skjálftum. Flestir eru skjálftarnir á bilinu 2-3 en inn á milli koma skjálftar sem eru yfir fjögur stig, sá stærsti 5,2 stig. Almannavarnir vilja minna á hvaða ráðstafanir hægt er að gera til að draga úr tjóni.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að jarðskjálftavakt Veðurstofunnar fylgist vel með framvindu hrinunnar í samvinnu við almannavarnadeildina. Enn sem komið er hafa engar tilkynningar borist um slys á fólki eða tjón á eignum.

„Við minnum enn á að fyrir þá sem búa á þekktum jarðskjálftasvæðum er þetta gott tækifæri til þess að velta fyrir sér hvaða ráðstafanir er hægt að gera til að draga úr tjóni og minnka líkur á slysum vegna jarðskjálfta,“ segir í tilkynningunni. 

Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta, bæði á heimilum og vinnustöðum.

Varnir fyrir jarðskjálfta

Viðbrögð við jarðskjálfta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert