Mývatn ísilagt

Horft suður yfir Mývatn frá Neslandavík í gær. Hóllinn Krosshóll …
Horft suður yfir Mývatn frá Neslandavík í gær. Hóllinn Krosshóll og kletturinn Kerling sjást til hægri. mbl.is/Birkir Fanndal

Mývatn er í dag ísilagt en mikið næturfrost var á svæðinu í nótt. Frost mældist 12,4 stig í Mývatnsöræfum í nótt.

Mývatn leggur oft um þetta leyti árs, þ.e. frá miðjum október og fram í nóvember.

Í dag er heiðskírt og hið fegursta veður við vatnið að sögn fréttaritara mbl.is.

Frétt mbl.is: 12,4 stiga frost við Mývatn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert