Talningu lokið í þremur kjördæmum

Talið í ráðhúsi Reykjavíkur.
Talið í ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Talningu í þjóðaratkvæðagreiðslunni er lokið í þremur kjördæmum, Norðvestur- og Norðausturkjördæmi og í Reykjavík suður. Lokatölur um kjörsókn liggja ekki fyrir en samkvæmt upplýsingum RÚV er hún um 49%, mest í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, í Reykjavík suður 51,4% og Reykjavík norður 50,4%.

Hlé hefur verið gert á talningu í Reykjavíkurkjördæmi norður þar til eftir hádegi.

Sjá frétt RÚV með niðurstöðum talningar hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert