Deila um niðurstöðurnar

Rúmlega 66% þeirra kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðastliðinn laugardag um tillögur stjórnlagaráðs sögðu já við fyrstu spurningunni á kjörseðlinum og samþykktu þar með að tillögur ráðsins verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þá sagði meirihluti þeirra kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni já við þeim fimm spurningum sem einnig var spurt.

„Það er tvennt sem mér finnst standa upp úr í þessu. Það er í fyrsta lagi að sjötíu prósent kjósenda annaðhvort sátu heima eða lögðust gegn fyrstu spurningunni. Hinsvegar er nokkuð afgerandi afstaða tekin af þeim sem mættu en það eru þó aðeins þrjátíu prósent kjósenda í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Túlka þarf niðurstöðurnar

Að sögn Bjarna benti hann á það fyrir atkvæðagreiðsluna að túlka þyrfti niðurstöður hennar og að það væri einmitt einn helsti gallinn á framkvæmd hennar. „Ég held að það sé núna að koma í ljós að þetta þarfnast mikillar túlkunar en ég lít þannig á að það sé ákall um að áfram verði haldið að vinna að breytingum á stjórnarskránni, það ber að gera það núna á vettvangi þingsins og láta reyna á samstöðu afmarkaðar breytingar,“ segir Bjarni og bætir við að hann telji að þingið hafi fullt svigrúm til að gera efnislega breytingar eftir því sem þurfa þykir og samstaða getur tekist um.

Spurður um framhald málsins segir Bjarni að það standi upp á þá sem efndu til þjóðaratkvæðagreiðslunnar að svara því. „Mér finnst það vera eins stærsta spurningin sem við ættum að spyrja okkur. Hvernig hefur þetta ár nýst við að vinna þessu máli einhvern framgang? Hvernig hefur það rúma ár sem liðið hefur frá því að stjórnlagaráð skilaði af sér gagnast í þeim tilgangi að vinna málinu einhvern framgang?“ segir Bjarni og bendir á að lögfræðihópur sem fenginn var til þess að fara yfir tillögur stjórnlagaráðs eigi enn eftir að skila niðurstöðum sínum.

Spurður að því hvort hann sjái fram á að hægt verði að mynda samstöðu á Alþingi um afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni segir Bjarni: „Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að geta tekist samstaða um að skýra betur ýmis stjórnarskrárákvæði um hlutverk forsetans. Ég held jafnframt að það ætti að vera flötur á því að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrána en þar höfum við ávallt lagt aðaáherslu á að þar fari menn ekki út í eitthvert lögfræðilegt lýðskrum og gæti sagt það sama um ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, hvers vegna ættum við ekki að geta leitt fram einhverja niðurstöðu í því?“

Ánægður með þátttökuna

„Ég er í fyrsta lagi mjög ánægður með kosningaþátttökuna, ég tel að hún sé góð í ljósi þess að um ráðgefandi atkvæðagreiðslu er að ræða og það er búið að kjósa mikið á Íslandi að undanförnu þannig að einhverjir eru kannski orðnir þreyttir á því, þá voru náttúrlega ákveðnir tilburðir uppi til að draga úr vægi þessara kosninga í umræðunni um aðdraganda þeirra en það hefur greinilega mistekist,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Að sögn Steingríms tók þjóðin þetta tækifæri sitt alvarlega. „Hún hefur skilað sér á kjörstað og skilað skýrum skilaboðum, þannig að ég tel að við ættum öll að geta verið ánægð með það,“ segir Steingrímur.

Spurður út í næstu skref í málinu segist Steingrímur telja að þau séu augljóslega að í samræmi við þau skilaboð sem þessar kosningar séu þá beri að halda þessu ferli áfram og reyna að leiða það til lykta. „Ég túlka þetta ekki síst sem eindregin skilaboð frá þjóðinni um að hún vilji að vinnunni verði haldið áfram við nýja heildstæða stjórnarskrá og er að lýsa yfir samþykki sínu á því ferli sem hefur verið í gangi að því leyti,“ segir Steingrímur og bætir við að vonandi verði hægt að ná saman frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá fyrir jólaleyfi þannig að fyrsta umræða um það komist á fyrir jól. „En það er auðvitað alveg ljóst að meginumfjöllun Alþingis, vinnan við frumvarpið sjálft í nefnd og önnur og þriðja umræða bíða náttúrlega vormisserisins,“ segir Steingrímur og bendir á að um það hafi verið talað að sérfræðingahópurinn sem nú fer yfir tillögur stjórnlagaráðs muni skila af sér í byrjun nóvember.

Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla?

Þá bendir Steingrímur á að til greina komi að kalla þjóðina aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu um heildstætt frumvarp að nýrri stjórnarskrá. „Það er auðvitað í sjálfu sér tiltölulega einfaldur hlutur að bjóða upp á að tekin sé afstaða til stjórnarskrár heildstætt,“ segir Steingrímur.

Aðspurður hvort hann telji að niðurstöður kosninganna sýni óeiningu um breytinguna sérstaklega í ljósi þess að yfirleitt hefur verið staðið að stjórnarskrárbreytingum með mikilli samstöðu segir Steingrímur að núna hafi menn valið að fara með málið í annars konar ferli og hafa þjóðina mun virkari þátttakanda í því. „Að sjálfsögðu er alltaf betra að menn nái sem best saman um hlutina en ákallið um þá samstöðu má ekki endalaust verða til þess að ekkert gerist, það er náttúrlega hin hliðin á málinu, það má ekki afhenda heldur einhverjum endalaust stöðvunar- og neitunarvald,“ segir Steingrímur.

Gott veganesti fyrir Alþingi

„Fyrstu viðbrögð mín eru ánægja og í raun þakklæti fyrir þessa miklu þátttöku og ég held að það sé styrkur í því að niðurstöðurnar séu afgerandi,“ segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar, og bætir við: „Þetta hlýtur að vera Alþingi gott veganesti núna inn í lokaskrefin við frágang á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár og svo er þetta auðvitað líka mjög mikil viðurkenning til stjórnlagaráðs og allra þeirra sem hafa komið að þessu ferli.“

Að sögn Dags er þjóðin að senda skýr skilaboð um að þessa vinnu eigi að virða en hann segist skilja þetta sem sterkt ákall um að þetta leiði til niðurstöðu. Aðspurður hvert framhaldið verður í kjölfar atkvæðagreiðslunnar segir Dagur: „Drögin hafa verið í faglegri rýni hjá lögfræðingahópi sem skilar af sér von bráðar og ég á von á því að í kjölfarið sé eðlilegt að málið komi til kasta Alþingis í formi heildstæðs frumvarps á grundvelli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“

Spurður út í kjörsóknina sem var talsvert minni en kjörsókn hefur verið í kosningum síðustu ár segir Dagur hana hafi verið meiri en flestir hafi búist við. „Hún var betri en í kosningunum til stjórnlagaþings og hún var líka betri, ef ég man rétt, en þegar við samþykktum fullveldi frá Dönum í upphafi síðustu aldar,“ segir Dagur og bætir við að hann telji þetta hafa verið prýðilega þátttöku og að úrslitin hafi verið afgerandi.

Áttar sig ekki á framhaldinu

„Maður hafði búist við því að það væru kannski fleiri sem tækju þátt en engu að síður var þátttakan ágæt. Að mínu mati er þetta fyrst og fremst vísbending um að það þarf endurskoða ákveðna hluti í stjórnarskránni og það er þá okkar verkefni á næstunni að gera það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna atkvæðagreiðslunnar.

Spurður út í framhald málsins segir Gunnar Bragi ekki átta sig á því hvernig eigi að halda á málinu í framhaldinu. „Það hefur verið mikill ófriður um þetta innan þingsins, eins og allir vita, og ég hef ekki trú á því að stjórnarflokkarnir muni reyna að beita einhverjum öðrum aðferðum við framhaldið,“ segir Gunnar Bragi og bætir við: „Forsætisráðherra hefur gefið í skyn að það eigi að klára þetta ferli fyrir kosningar og ég er ekki viss um að það náist ef það á að gefa sér tíma til þess að fara vandlega ofan í þetta.“

Að sögn Margrétar Tryggvadóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar, er niðurstaðan mjög afgerandi. „En það var ekki verið að stimpla stjórnlagaþingsplaggið já. Það komu þarna leiðbeiningar til þingsins um hvað þarf að laga, þ.ám. um þjóðkirkjuákvæðið. Þannig að ég að þetta hafi akkúrat tekist vonum framar,“ segir Margrét og bætir við að kjörsóknin hafi verið mjög góð miðað við að um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu var að ræða. Nefnir hún til dæmis að í Sviss hafi frá árinu 2000 kjörsókn náð hámarki í slíkum atkvæðagreiðslum í 57% en hinsvegar dottið alveg niður í 28%.

Kosingaþátttakan dræm

Þegar talin hafa verið 107.570 atkvæði af 115.888 greiddum atkvæðum er niðurstaðan eftirfarandi:

Spurning 1. - Tillagan Já 66,3% og Nei 33,7%

Spurning 2. - AuðlindirJá 82,5% og Nei 17,5%

Spurning 3. - ÞjóðkirkjanJá 57,5% og Nei 42,5%

Spurning 4. - PersónukjörJá 77,9% og Nei 22,1%

Spurning 5. - AtkvæðavægiJá 63,2% og Nei 27,8%

Spurning 6. - ÞjóðaratkvæðiJá 72,2% og Nei 27,8%

Kjörsókn á landinu öllu var 48,9% en 236.887 einstaklingar eru á kjörskrá á landinu öllu. Í spurningu eitt var spurt hvort kjósendur vildu að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpin að nýrri stjórnarskrá.

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta er hrein snilld“

12:31 „Aflabrögðin hafa verið góð og það er ekkert upp á þau að kvarta. Við erum smám saman að læra á nýtt skip og nýjan búnað og hver veiðiferð fer í reynslubankann og færir okkur nær því takmarki að tileinka okkur alla þessa nýju tækni.“ Meira »

Harður árekstur á Hringbraut

12:23 Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur fimm bíla á mótum Hringbrautar og Njarðargötu.   Meira »

Líst mjög vel á tillögu Bjarna

12:15 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Flestir vilja VG í næstu stjórn

12:12 Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%. Meira »

Hægt að sækja um vegabréf í 10 löndum

12:03 Íslendingar geta núa sótt um vegabréf í sendiráði Íslands í París, Tókýó og aðalræðisskrifstofunni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Sigríður víkur sæti vegna umsóknar

11:56 Dómsmálaráðuneytinu hefur borist 41 umsókn um 8 stöður héraðsdómara sem auglýstar voru lausar til umsóknar 1. september sl. Umsóknarfrestur rann út 18. september. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í málinu vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns. Meira »

Vill lögleiða neyslu kannabisefna

11:16 Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp um lögleiðingu á neyslu kannabisefna, en hann greinir frá því á heimasíðu sinni. Frumvarpið felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Meira »

Bakaralandsliðið keppir í Stokkhólmi

11:36 Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Norðurlandakeppni í bakstri sem fram fer í Stokkhólmi um næstu helgi. Í landsliðinu eru sex ungir bakarar sem hafa á undanförnum mánuðum æft sig í gerð ýmis konar brauðmetis og gerð skrautstykkis. Meira »

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

10:57 „Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“ Meira »

Formenn flokkanna funda aftur í dag

10:48 Forseti Alþingis mun funda með öllum formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi klukkan 12:30 í dag. Á fundinum verður rætt með hvaða hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Hvort hægt verði að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni

10:28 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir að hafa brotist inn í hús og sest á rúm 11 ára stúlku sem þar dvaldi brjóta gegn henni kynferðislega með að strjúka henni um bak og mjöð innanklæða áður en hann fór upp í rúm til hennar og hélt áfram að strjúka henni. Meira »

„Okkar markmiði er náð“

10:28 „Það er búið að leiðrétta þennan áburð bæjarstjórans opinberlega með þeim hætti að við teljum ekki ástæðu til að vera að eltast við þetta lengur. Okkar markmiði er náð,” segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávar- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Andlát: Sigurður Pálsson

10:26 Sigurður Pálsson, rithöfundur, er látinn, 69 ára að aldri. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gær eftir erfið veikindi. Meira »

Augun eins og krækiber

07:57 „Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“. Meira »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Dílum við það sem gerist

08:18 „Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

07:37 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Viltu auka innkomu þína ? Egat Nuddsteinar og pottur 39.000 kr saman. (basalt nuddsteinar ásamt steinapotti )
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Egat Nuddsteinar (Basalt...
BMW klossar, olíusía og olíusíuverkfæri
BMW bremsuklossa sett framan Báðum megin framan. Passar á eftirfarandi hjól ...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...