Deila um niðurstöðurnar

Rúmlega 66% þeirra kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðastliðinn laugardag um tillögur stjórnlagaráðs sögðu já við fyrstu spurningunni á kjörseðlinum og samþykktu þar með að tillögur ráðsins verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þá sagði meirihluti þeirra kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni já við þeim fimm spurningum sem einnig var spurt.

„Það er tvennt sem mér finnst standa upp úr í þessu. Það er í fyrsta lagi að sjötíu prósent kjósenda annaðhvort sátu heima eða lögðust gegn fyrstu spurningunni. Hinsvegar er nokkuð afgerandi afstaða tekin af þeim sem mættu en það eru þó aðeins þrjátíu prósent kjósenda í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Túlka þarf niðurstöðurnar

Að sögn Bjarna benti hann á það fyrir atkvæðagreiðsluna að túlka þyrfti niðurstöður hennar og að það væri einmitt einn helsti gallinn á framkvæmd hennar. „Ég held að það sé núna að koma í ljós að þetta þarfnast mikillar túlkunar en ég lít þannig á að það sé ákall um að áfram verði haldið að vinna að breytingum á stjórnarskránni, það ber að gera það núna á vettvangi þingsins og láta reyna á samstöðu afmarkaðar breytingar,“ segir Bjarni og bætir við að hann telji að þingið hafi fullt svigrúm til að gera efnislega breytingar eftir því sem þurfa þykir og samstaða getur tekist um.

Spurður um framhald málsins segir Bjarni að það standi upp á þá sem efndu til þjóðaratkvæðagreiðslunnar að svara því. „Mér finnst það vera eins stærsta spurningin sem við ættum að spyrja okkur. Hvernig hefur þetta ár nýst við að vinna þessu máli einhvern framgang? Hvernig hefur það rúma ár sem liðið hefur frá því að stjórnlagaráð skilaði af sér gagnast í þeim tilgangi að vinna málinu einhvern framgang?“ segir Bjarni og bendir á að lögfræðihópur sem fenginn var til þess að fara yfir tillögur stjórnlagaráðs eigi enn eftir að skila niðurstöðum sínum.

Spurður að því hvort hann sjái fram á að hægt verði að mynda samstöðu á Alþingi um afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni segir Bjarni: „Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að geta tekist samstaða um að skýra betur ýmis stjórnarskrárákvæði um hlutverk forsetans. Ég held jafnframt að það ætti að vera flötur á því að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrána en þar höfum við ávallt lagt aðaáherslu á að þar fari menn ekki út í eitthvert lögfræðilegt lýðskrum og gæti sagt það sama um ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, hvers vegna ættum við ekki að geta leitt fram einhverja niðurstöðu í því?“

Ánægður með þátttökuna

„Ég er í fyrsta lagi mjög ánægður með kosningaþátttökuna, ég tel að hún sé góð í ljósi þess að um ráðgefandi atkvæðagreiðslu er að ræða og það er búið að kjósa mikið á Íslandi að undanförnu þannig að einhverjir eru kannski orðnir þreyttir á því, þá voru náttúrlega ákveðnir tilburðir uppi til að draga úr vægi þessara kosninga í umræðunni um aðdraganda þeirra en það hefur greinilega mistekist,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna niðurstaðna þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Að sögn Steingríms tók þjóðin þetta tækifæri sitt alvarlega. „Hún hefur skilað sér á kjörstað og skilað skýrum skilaboðum, þannig að ég tel að við ættum öll að geta verið ánægð með það,“ segir Steingrímur.

Spurður út í næstu skref í málinu segist Steingrímur telja að þau séu augljóslega að í samræmi við þau skilaboð sem þessar kosningar séu þá beri að halda þessu ferli áfram og reyna að leiða það til lykta. „Ég túlka þetta ekki síst sem eindregin skilaboð frá þjóðinni um að hún vilji að vinnunni verði haldið áfram við nýja heildstæða stjórnarskrá og er að lýsa yfir samþykki sínu á því ferli sem hefur verið í gangi að því leyti,“ segir Steingrímur og bætir við að vonandi verði hægt að ná saman frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá fyrir jólaleyfi þannig að fyrsta umræða um það komist á fyrir jól. „En það er auðvitað alveg ljóst að meginumfjöllun Alþingis, vinnan við frumvarpið sjálft í nefnd og önnur og þriðja umræða bíða náttúrlega vormisserisins,“ segir Steingrímur og bendir á að um það hafi verið talað að sérfræðingahópurinn sem nú fer yfir tillögur stjórnlagaráðs muni skila af sér í byrjun nóvember.

Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla?

Þá bendir Steingrímur á að til greina komi að kalla þjóðina aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu um heildstætt frumvarp að nýrri stjórnarskrá. „Það er auðvitað í sjálfu sér tiltölulega einfaldur hlutur að bjóða upp á að tekin sé afstaða til stjórnarskrár heildstætt,“ segir Steingrímur.

Aðspurður hvort hann telji að niðurstöður kosninganna sýni óeiningu um breytinguna sérstaklega í ljósi þess að yfirleitt hefur verið staðið að stjórnarskrárbreytingum með mikilli samstöðu segir Steingrímur að núna hafi menn valið að fara með málið í annars konar ferli og hafa þjóðina mun virkari þátttakanda í því. „Að sjálfsögðu er alltaf betra að menn nái sem best saman um hlutina en ákallið um þá samstöðu má ekki endalaust verða til þess að ekkert gerist, það er náttúrlega hin hliðin á málinu, það má ekki afhenda heldur einhverjum endalaust stöðvunar- og neitunarvald,“ segir Steingrímur.

Gott veganesti fyrir Alþingi

„Fyrstu viðbrögð mín eru ánægja og í raun þakklæti fyrir þessa miklu þátttöku og ég held að það sé styrkur í því að niðurstöðurnar séu afgerandi,“ segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar, og bætir við: „Þetta hlýtur að vera Alþingi gott veganesti núna inn í lokaskrefin við frágang á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár og svo er þetta auðvitað líka mjög mikil viðurkenning til stjórnlagaráðs og allra þeirra sem hafa komið að þessu ferli.“

Að sögn Dags er þjóðin að senda skýr skilaboð um að þessa vinnu eigi að virða en hann segist skilja þetta sem sterkt ákall um að þetta leiði til niðurstöðu. Aðspurður hvert framhaldið verður í kjölfar atkvæðagreiðslunnar segir Dagur: „Drögin hafa verið í faglegri rýni hjá lögfræðingahópi sem skilar af sér von bráðar og ég á von á því að í kjölfarið sé eðlilegt að málið komi til kasta Alþingis í formi heildstæðs frumvarps á grundvelli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“

Spurður út í kjörsóknina sem var talsvert minni en kjörsókn hefur verið í kosningum síðustu ár segir Dagur hana hafi verið meiri en flestir hafi búist við. „Hún var betri en í kosningunum til stjórnlagaþings og hún var líka betri, ef ég man rétt, en þegar við samþykktum fullveldi frá Dönum í upphafi síðustu aldar,“ segir Dagur og bætir við að hann telji þetta hafa verið prýðilega þátttöku og að úrslitin hafi verið afgerandi.

Áttar sig ekki á framhaldinu

„Maður hafði búist við því að það væru kannski fleiri sem tækju þátt en engu að síður var þátttakan ágæt. Að mínu mati er þetta fyrst og fremst vísbending um að það þarf endurskoða ákveðna hluti í stjórnarskránni og það er þá okkar verkefni á næstunni að gera það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna atkvæðagreiðslunnar.

Spurður út í framhald málsins segir Gunnar Bragi ekki átta sig á því hvernig eigi að halda á málinu í framhaldinu. „Það hefur verið mikill ófriður um þetta innan þingsins, eins og allir vita, og ég hef ekki trú á því að stjórnarflokkarnir muni reyna að beita einhverjum öðrum aðferðum við framhaldið,“ segir Gunnar Bragi og bætir við: „Forsætisráðherra hefur gefið í skyn að það eigi að klára þetta ferli fyrir kosningar og ég er ekki viss um að það náist ef það á að gefa sér tíma til þess að fara vandlega ofan í þetta.“

Að sögn Margrétar Tryggvadóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar, er niðurstaðan mjög afgerandi. „En það var ekki verið að stimpla stjórnlagaþingsplaggið já. Það komu þarna leiðbeiningar til þingsins um hvað þarf að laga, þ.ám. um þjóðkirkjuákvæðið. Þannig að ég að þetta hafi akkúrat tekist vonum framar,“ segir Margrét og bætir við að kjörsóknin hafi verið mjög góð miðað við að um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu var að ræða. Nefnir hún til dæmis að í Sviss hafi frá árinu 2000 kjörsókn náð hámarki í slíkum atkvæðagreiðslum í 57% en hinsvegar dottið alveg niður í 28%.

Kosingaþátttakan dræm

Þegar talin hafa verið 107.570 atkvæði af 115.888 greiddum atkvæðum er niðurstaðan eftirfarandi:

Spurning 1. - Tillagan Já 66,3% og Nei 33,7%

Spurning 2. - AuðlindirJá 82,5% og Nei 17,5%

Spurning 3. - ÞjóðkirkjanJá 57,5% og Nei 42,5%

Spurning 4. - PersónukjörJá 77,9% og Nei 22,1%

Spurning 5. - AtkvæðavægiJá 63,2% og Nei 27,8%

Spurning 6. - ÞjóðaratkvæðiJá 72,2% og Nei 27,8%

Kjörsókn á landinu öllu var 48,9% en 236.887 einstaklingar eru á kjörskrá á landinu öllu. Í spurningu eitt var spurt hvort kjósendur vildu að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpin að nýrri stjórnarskrá.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »

Keyrði á vegg og stakk af

Í gær, 21:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning rétt rúmlega sex í kvöld um að bifreið hefði verið ekið á vegg við Bakkasel í Breiðholti. Ökumaðurinn kom sér undan en skildi bifreiðina eftir á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Harður árekstur á Salavegi

Í gær, 21:18 Harður árekstur varð á vegamótum Salavegar og Arnarnesvegar er tveir bílar skullu þar saman rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir áreksturinn. Meira »

Ákærðir fyrir brot á lögum um náttúruvernd

Í gær, 21:14 Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fyrir að hafa í fyrra brotið gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um friðland á Hornströndum með því að hafa laugardaginn 28. Maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í vikutíma án þess að tilkynna Umhverfisstofnun um ferðalag sitt. Meira »

Nýr ketill hefur myndast í Öræfajökli

Í gær, 21:14 Nýr sigketill, um einn kílómetri í þvermál, hefur myndast í öskjunni í Öræfajökli síðastliðna viku. Þetta sýna nýlegar gervihnattamyndir af jöklinum. Þá náði flugstjóri í farþegaflugi einnig ljósmyndum í dag og sendi Veðurstofunni. Meira »

Annað og meira en reynsla og kjöt

Í gær, 20:26 Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Hún segir biðina eiga sér margar hliðar, bjartar og dimmar. Meira »

Gert að borga fyrir eigin brottflutning

Í gær, 19:51 Íranska hæl­is­leit­and­an­um Amir Shokrgoz­ar, sem vísað var frá Íslandi í fylgd fimm lögreglumanna í febrúar á þessu ári og hann sendur til Ítalu, er gert að greiða reikninginn fyrir brottflutninginn ætli hann að flytja hingað til lands aftur. Meira »

Flugeldasala og gistiskýli fari ekki saman

Í gær, 19:20 Eigendur fyrirtækja í byggingu við Bíldshöfða 18 í Reykjavík krefjast þess að sýslumaður leggi lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsinu, en til stendur að hýsa þar 70 hælisleitendur. Telja eigendur fyrirtækjanna meðal annars að eignir þeirra kunni að rýrna. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

Í gær, 18:54 Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

„Þarf að hefjast handa strax“

Í gær, 18:27 „Ég leyfi mér að treysta því að VG fari ekki inn í þetta stjórnarmynstur nema að fá því framgengt að Ísland standist þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni er nú í Bonn í Þýskalandi á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Aðeins 60% myndu kjósa VG aftur í dag

Í gær, 17:39 Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá síðustu alþingiskosningum og mælist nú 13,0% miðað við 16,9% í kosningum. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1% í 16,0% og er Samfylkingin nú annar stærsti flokkurinn. Meira »

Vill að flugfreyjur og -þjónar standi saman

Í gær, 17:16 „Það er von mín að flugfreyjur og flugþjónar á Íslandi standi saman í einu stéttarfélagi,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá WOW air hafa gagnrýnt stjórn FFÍ og segja mál­efni sín hafa lítið vægi inn­an félagsins. Meira »

100 manns komast ekki af spítalanum

Í gær, 18:22 Nú liggja um 100 einstaklingar inni á Landspítalanum sem lokið hafa meðferð og gera ekki annað en að bíða eftir því að komast af spítalanum. Um er að ræða aldraða einstaklinga sem ekki geta snúið aftur að óbreyttu heim og eru aðstæður þeirra óviðunandi. Meira »

„Raddir barna og ungmenna skipta máli“

Í gær, 17:20 Í tilefni af alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember næstkomandi, hafa börn í samstarfi við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, útbúið nýtt tónlistarmyndband við lag söngkonunnar P!nk, What About Us. Meira »

Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

Í gær, 17:14 Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Teikning eftir Barböru Árnason
Til sölu teikning eftir Barböru Árnason, stærð ca 23x13 cm. Uppl. í síma 772-2...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...