Elsa og Jóhanna efstar

mbl.is/Ómar

Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir eru efstar og jafnar með tvo vinninga eftir tvær umferðir á Íslandsmóti kvenna í skák. Í annarri umferð, sem fram fór í kvöld, bar Elsa sigurorð af Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur og Jóhanna Björg sigraði Hrund Hauksdóttur, að því er segir í tilkynningu.

Stigahæsti keppandi mótsins, Lenka Ptacnikova stórmeistari, komst ekkert áleiðis gegn Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og lauk skák þeirra með jafntefli. Þær Lenka og Tinna eru í 3.-4. sæti með 1½ vinning.
 
Það stefnir allt í hörkuspennandi Íslandsmót, en alls eru tefldar sjö umferðir á mótinu. Elsa María er ríkjandi Íslandsmeistari, en Lenka hefur margsinnis unnið titilinn og teflir á efsta borði í landsliði Íslands. Landsliðskonurnar Tinna, Hallgerður og Jóhanna munu örugglega blanda sér í slaginn um titilinn og yngri stúlkurnar eru margar hverjar til alls líklegar.
 
Úrslit í 2. umferð:
Tinna Kristín Finnbogadóttir - Lenka Ptacnikova ½ - ½
Hallgerður Helga Þorsteindóttir - Elsa María Kristínardóttir 0-1
Hrund Hauksdóttir - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 0-1
Nansý Davíðsdóttir - Ásta Sóley Júlíusdóttir 1-0
Hildur B. Jóhannsdóttir - Veronika Steinunn Magnúsdóttir 0-1
Svandís Rós Ríkharðsdóttir - Donika Kolica 0-1
 
Í 3. umferð mætast:
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir - Elsa María Kristínardóttir
Lenka Ptacnikova - Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
Veronika Steinunn Magnúsdóttir - Tinna Kristín Finnbogadóttir
Donika Kolica - Nansý Davíðsdóttir
Svandís Rós Ríkharðsdóttir - Hrund Hauksdóttir
Ásta Sóley Júlíusdóttir - Hildur B. Jóhannsdóttir

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.
Elsa María Kristínardóttir.
Elsa María Kristínardóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert