Þetta þarf að gera

Gunnar I. Birgisson
Gunnar I. Birgisson

„Óðum styttist líftími gagnslausrar, tærrar vinstristjórnar í landinu. Víða er byrjað að telja niður þar til þessi ófögnuður hverfur úr stjórnarráðinu,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, í Morgunblaðinu í dag. Segir hann ákvarðanafælni stjórnarflokkanna og skort á framtíðarsýn hafa einkennt ríkisstjórnina ásamt tilheyrandi blekkingum og lygum við fólkið í landinu. Eftir kosningar í apríl næstkomandi þarf að bretta upp ermar og snúa þessari óheillaþróun við.

Í grein sinni segir Gunnar m.a.: „Þúsundir heimila eru fastar á skuldaklafa eftir gífurlegar hækkanir á húsnæðislánum vegna mikillar verðbólgu undanfarinna ára, en verðtryggingin stendur vörð um hagsmuni lánardrottna. Sem dæmi má nefna að fólk sem átti 30% eigið fé í sínu húsnæði var komið í neikvætt eigið fé tveimur árum eftir hrun.“

Gunnar ræðir einnig um verðtrygginguna í grein sinni og segir þar: „Við erum ein fárra þjóða, sem enn halda sig við verðtrygginguna. Hún var hugsuð sem tæki fyrir fjármagnseigendur til að viðhalda verðmæti eigna sinna. Þetta kerfi er þó að ganga sér til húðar. Ef fjármálaráðherra dettur í hug að hækka bensín, brennivín eða kaffi hækkar í Brasilíu, þá hækka verðtryggð lán á Íslandi. Þessi skrípaleikur gengur ekki lengur.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert