Birta lokatölur úr öllum kjördæmum

Þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram sl. laugardag.
Þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram sl. laugardag. mbl.is/Júlíus

Landskjörstjórn á eftir að fara yfir ágreiningsseðla og hugsanlegar kærur vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sl. laugardag um tillögur stjórnlagaráðs. Yfirkjörstjórnir í hverju kjördæmi hafa sent frá sér lokatölur.

Lokatölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni eru eftirfarandi.

Suðvesturkjördæmi

65,5% kjósenda í Suðvesturkjördæmi [Kraganum] vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Alls kusu 32.138 manns og var kjörsókn 51,37%.

Við fyrstu spurningu um hvort kjósendur vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar við gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá sögðu 20.739 já eða 65,5%. Nei sögðu 9.679 eða 30,6%.

Við annarri spurningu um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeign, þjóðareign í nýrri stjórnarskrá sögðu 24.367 já eða 77%. Nei sögðu 4.026 eða 12,7%.

Við þriðju spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um þjóðkirkju sögðu 16.408 já eða 51,9% og 11.995 sögðu nei eða 37.9%.

Við fjórðu spurningu um hvort fólk vildi að persónukjör í kosningum til Alþingis yrði heimilað í meira mæli en nú er sögðu 22.691 já eða 71,7% og nei sögðu 5.140 eða 16,2%.

Við fimmtu spurningu um hvort atkvæðavægi á landinu eigi alls staðar að vera jafnt sögðu 21.126 manns já eða 66,8%. Nei sögðu 6.549 eða 20,7%.

Við sjöttu spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera að tiltekið hlutfall atkvæðabærra manna eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sögðu 20.610 já eða 65,a%. Nei sögðu 6.910 eða 21,8%.

Suðurkjördæmi

Alls kusu 14.487 manns í Suðurkjördæmi og reiknast kjörsókn 43,18%. Við fyrstu spurningu um hvort kjósendur vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar við gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá sögðu 7.980 já eða 55,1%. Nei sögðu 5.831 eða 40,2%.

Við annarri spurningu um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeign, þjóðareign í nýrri stjórnarskrá sögðu 9.298 já eða 64,2%. Nei sögðu 3.069 eða 21,2%.

Við þriðju spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um þjóðkirkju sögðu 7.685 já eða 53% og 4.800 sögðu nei eða 33.1%.

Við fjórðu spurningu um hvort fólk vildi að persónukjör í kosningum til Alþingis yrði heimilað í meira mæli en nú er sögðu 8.888 já eða 61,4% og nei sögðu 3.274 eða 22,6%.

Við fimmtu spurningu um hvort atkvæðavægi á landinu eigi alls staðar að vera jafnt sögðu 6.746 manns já eða 46,6%. Nei sögðu 5.445 eða 37,6%.

Við sjöttu spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera að tiltekið hlutfall atkvæðabærra manna eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sögðu 8.595 já eða 59,3%. Nei sögðu 3.424 eða 23,6%.

Norðausturkjördæmi

Alls kusu 13.216 manns í Norðausturkjördæmi, á kjörskrá voru 29.010 og reiknast kjörsókn 45,56%. Við fyrstu spurningu um hvort kjósendur vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar við gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá sögðu 7.155 já, nei sögðu 5.285.

Við annarri spurningu um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeign, þjóðareign í nýrri stjórnarskrá sögðu 8.391 já, nei sögðu 3.034.

Við þriðju spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um þjóðkirkju sögðu 6.851 já en 4.605 sögðu nei.

Við fjórðu spurningu um hvort fólk vildi að persónukjör í kosningum til Alþingis yrði heimilað í meira mæli en nú er sögðu 7.663 já og nei sögðu 3.489.

Við fimmtu spurningu um hvort atkvæðavægi á landinu eigi alls staðar að vera jafnt sögðu 3.463 manns já, nei sögðu 7.874.

Við sjöttu spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera að tiltekið hlutfall atkvæðabærra manna eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sögðu 7.276 já en nei sögðu 3.766.

Norðvesturkjördæmi

Alls kusu 9.930 manns í Norðvesturkjördæmi, á kjörskrá voru 21.409 og reiknast kjörsókn 46,7%. Við fyrstu spurningu um hvort kjósendur vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar við gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá sögðu 5.151 já, nei sögðu 4.243.

Við annarri spurningu um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeign, þjóðareign í nýrri stjórnarskrá sögðu 5.963 já, nei sögðu 2.564.

Við þriðju spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um þjóðkirkju sögðu 5.593 já en 3.046 sögðu nei.

Við fjórðu spurningu um hvort fólk vildi að persónukjör í kosningum til Alþingis yrði heimilað í meira mæli en nú er sögðu 5.752 já og nei sögðu 2.650.

Við fimmtu spurningu um hvort atkvæðavægi á landinu eigi alls staðar að vera jafnt sögðu 3.245 manns já, nei sögðu 5.311.

Við sjöttu spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera að tiltekið hlutfall atkvæðabærra manna eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sögðu 5.425 já en nei sögðu 2.822.

Reykjavíkurkjördæmi norður

Alls kusu 22.895 manns í Reykjavíkurkjördæmi norður og reiknast kjörsókn 50,5%. Við fyrstu spurningu um það hvort kjósendur vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar við gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá sögðu 16.617 já eða 72,6%. Nei sögðu 5.072 eða 22,5%.

Við annarri spurningu um hvort lýsa eigi náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeign, þjóðareign í nýrri stjórnarskrá sögðu 18.425 já eða 81,7%. Nei sögðu 2.205 eða 9,8%.

Við þriðju spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um þjóðkirkju sögðu 10.553 já eða 46,8% og 10.022 nei eða 44,5%.

Við fjórðu spurningu um hvort fólk vildi að persónukjör í kosningum til Alþingis yrði heimilað í meira mæli en nú sögðu 16.819 já eða 74,6% og nei sögðu 3.427 eða 15,2%.

Við fimmtu spurningu um hvort atkvæðavægi á landinu eigi alls staðar að vera jafnt sögðu 16.037 manns já eða 71,1%. Nei sögðu 4.090 eða 18,1%.

Við sjöttu spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um að tiltekið hlutfall atkvæðabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sögðu 15.529 já eða 68,9%. Nei sögðu 4.496 eða 19,9%.

Reykjavíkurkjördæmi suður

Alls kusu 23.156 manns í Reykjavíkurkjördæmi norður og reiknast kjörsókn 51,4%. Við fyrstu spurningu um það hvort kjósendur vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar við gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá sögðu 15.766 já eða 69,1%. Nei sögðu 6.142 eða 26,9%.

Við annarri spurningu um hvort lýsa eigi náttúruauðlind, sem ekki eru í einkaeign, þjóðareign í nýrri stjórnarskrá sögðu 18.189 já eða 79,7%. Nei sögðu 2.543 eða 11,1%.

Við þriðju spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um þjóðkirkju sögðu 11.264 já eða 49,3% og 9.393 nei eða 41,1%.

Við fjórðu spurningu um hvort fólk vildi að persónukjör í kosningum til Alþingis yrði heimilað í meira mæli en nú sögðu 16.573 já eða 72,6% og nei sögðu 3.643 eða 16,0%.

Við fimmtu spurningu um hvort atkvæðavægi á landinu eigi alls staðar að vera jafnt sögðu 15.937 manns já eða 69,8%. Nei sögðu 4.267 eða 18,7%.

Við sjöttu spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um að tiltekið hlutfall atkvæðabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sögðu 15.088 já eða 65,1% en nei sögðu 4.984 eða 21,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert