Vilja undirbúa Seyðisfjarðargöng

Arnbjörg Sveinsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Arnbjörg Sveinsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Þingsályktunartillaga um að fela innanríkisráðherra að hefja nú þegar fullnaðarundirbúning að gerð Seyðisfjarðarganga hefur verið lögð fram á Alþingi af sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar.

Þingmennirnir eru Jónína Rós Guðmundsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Samfylkingunni, Höskuldur Þórhallsson frá Framsóknarflokki og Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal og Arnbjörg Sveinsdóttir frá Sjálfstæðisflokki en Arnbjörg er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

„Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að hefja nú þegar fullnaðarundirbúning að gerð Seyðisfjarðarganga. Miðað verði við að rannsóknum og undirbúningi verði lokið í tæka tíð til að hægt verði að hefja framkvæmdir í beinu framhaldi af Norðfjarðargöngum,“ segir í tillögunni.

Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni að tillögur efnislega samhljóða þessari hafi verið fluttar á tveimur fyrri þingum en þá hafi göngin verið nefnd Fjarðarheiðargöng.

Þingsályktunartillagan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert