Aukin krabbameinshætta

Íbúar háhitasvæða eru allt að þrefalt líklegri til að greinast með ákveðnar tegundir af krabbameini en þeir sem búa á köldum svæðum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem gerð var við læknadeild Háskóla Íslands.

Í rannsókninni voru tvö svæði valin sem útsett svæði, Hveragerði og Mývatnssveit, og þau borin saman við önnur svæði á Íslandi, segir Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir, en rannsóknin var mastersverkefni hennar í lýðheilsuvísindum við HÍ.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að teknir voru 74.806 einstaklingar úr manntalinu 1981 og þeim fylgt eftir í Krabbameinsskrá til 2010 en niðurstöðurnar leiddu m.a. í ljós að búseta á háhitasvæði jók líkurnar á brjóstakrabbameini um 59% og grunnfrumukrabbameini í húð um 61%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert