Dæmdir fyrir fölsuð vegabréf

Norræna í Seyðisfjarðarhöfn.
Norræna í Seyðisfjarðarhöfn. mbl.is/Einar Bragi

Mennirnir tveir sem handteknir voru um borð í Norrænu í gær við komuna til Seyðisfjarðar voru færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Austurlands í dag. Þeir játuðu báðir að hafa komið hingað á fölsuðum skilríkjum og voru dæmdir í 30 daga fangelsi fyrir skjalafals.

Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum eru mennirnir, sem eru á miðjum aldri, báðir frá Georgíu en fóru um borð í Norrænu í Danmörku. Þeir framvísuðu grískum vegabréfum við landamæraeftirlit á Seyðisfirði, en þau reyndust vera keypt fölsuð á meginlandi Evrópu. Ekki er talið að Ísland hafi verið lokaáfangastaður þeirra en algengast er að þeir sem koma hingað til lands hafi væntingar um að komast áfram til Norður-Ameríku.

Mennirnir gista nú í fangageymslum lögreglunnar á Egilstöðum en verða sóttir af fangelsismálayfirvöldum á morgun og fluttir suður. Eftir afplánun dómsins verða þeir væntanlega sendir beint úr landi. 

Tveir teknir með fölsuð vegabréf

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert