Íslendingar vinna mest Norðurlanda

Íslendingar vinna lengst allra Norðurlandanna.
Íslendingar vinna lengst allra Norðurlandanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vinnutími Íslendinga er tekinn að lengjast á ný. Íslendingar unnu 1.732 tima að meðaltali í fyrra sem er tæplega 3% aukning milli ára. Íslendingar vinna mest allra þjóða á Norðurlöndunum, en eru þó undir meðaltali innan OECD.

Samkvæmt tölum OECD er Mexíkó sú þjóð sem vinnur mest allra innan OECD eða 2.250 tíma á ári. Þar á eftir koma Suður-Kóreumenn með 2.090 tíma á ári.

Norðurlöndin eru í hópi þjóða sem eru með stystan vinnutíma. Danir er með fimmta stysta vinnutíma eða 1.522 klukkustundir á ári. Frakkar kom þar á eftir, þá Norðmenn, Þjóðverjar og loks Hollendingar en þeir vinna 1.379.

Meðalvinnutími innan OECD er 1.776 tímar á ári.

Árið 2007 og 2008 var vinnutími Íslendinga rúmlega 1.780 klukkustundir á ári.

Sænska dagblaðið di.se birti töflu um vinnutíma innan OECD.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert