Margfaldur verðmunur

Starfsfólk OR ber reglulega saman þennan kostnað heimilanna og var …
Starfsfólk OR ber reglulega saman þennan kostnað heimilanna og var nýjasti samanburður gerður nú í október. Súluritið sýnir kostnað í krónum á ári.

Orkuveita Reykjavíkur segir að samanburður á kostnaði heimila við veituþjónustu og á orkuverði í höfuðborgum Norðurlanda leiðii í ljós að árleg útgjöld þriggja manna fjölskyldu, miðað við algenga notkun hér á landi, séu langlægst í Reykjavík. Heildarkostnaðurinn nemi um 218.000 kr. á ári.

Næst komi Helsinki með liðlega tvöfalt meiri kostnað og þá Osló og Stokkhólmur með um þrefaldan orku- og veitukostnað. Kaupmannahöfn skeri sig úr en kostnaðurinn við þennan þátt heimilisrekstursins nálgist það að vera ferfaldur miðað við Reykjavík.

Þetta megi sjá í töflunni hér fyrir neðan.

 Reykjavík

Kaupm.höfn

Stokkhólmur

 Osló

Helsinki

Rafmagn

76.170

234.812

137.491

109.723

110.363

Húshitun

76.375

346.228

439.680

344.151

273.372

Kalt vatn

25.059

106.173

31.492

90.048

49.421

Fráveita

40.158

105.507

34.517

76.165

60.554

Alls

217.762

792.720

643.181

620.087

493.709

Fram kemur að samanburðurinn sé gerður með þeim hætti að farið sé í verðskrár stærstu veitufyrirtækja og orkusala í hverri borg og miðist forsendurnar við algeng þjónustukaup þriggja manna fjölskyldu í 100 fermetra íbúð. Raforkuverð sveiflist gjarna meira á Norðurlöndum en hér á landi og sé miðað við tilboð fyrirtækja um fast verð í a.m.k. eitt ár.

Nánar á vef OR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert