Vill að Íslendingar endurskoði kröfur sínar

mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það verður ekki nema Íslendingar og Færeyingar sýni vilja til þess að endurskoða kröfur sínar. Evrópusambandið og Noregur hafa ítrekað komið með mismunandi tilboð en allt hefur kimið fyrir ekki þar sem Íslendingar og Færeyingar eru algerlega fastir fyrir.“

Þetta segir Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtaka norskra útvegsmanna, á vefsíðunni Fiskebat.no spurður hvort frekari fundir yrðu vegna makríldeilunnar á þessu ári, en eins og komið hefur fram á mbl.is tókst ekki að finna lausn á deilunni á fundi strandríkja í London sem lauk á þriðjudag. Maråk var einn fulltrúa í samninganefnd Norðmanna á fundinum.

Spurður hvað taki við í kjölfarið segir Maråk: „Nú munu Evrópusambandið og Noregur semja tvíhliða um makrílkvóta fyrir árið 2013. Það verður líklega í desember.“

Frétt Fiskebat.no

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert