Ráðinn efnahags- og atvinnuráðgjafi

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson mbl.is

Ágúst Ólafur Ágústsson, lögfræðingur og hagfræðingur, hefur verið ráðinn til forsætisráðuneytisins sem efnahags- og atvinnuráðgjafi forsætisráðherra. Hann hefur  störf hinn 1. nóvember næstkomandi.

Ágúst Ólafur tekur við starfinu af Sigurði Snævarr, hagfræðingi, en tveggja ára tímabundinn ráðningarsamningur hans við ráðuneytið rann út 1. október sl. og hefur Sigurður ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Ágúst Ólafur er ráðinn á grundvelli. 22. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands, um aðstoðarmenn ráðherra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Ágúst Ólafur lauk kandídatsprófi í lögfræði sem og prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 2003. Þá lauk Ágúst meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá New York University 2011. Hann starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum í New York 2011-2012, á skrifstofu efnahags- og félagsmála  (Department of Economic and Social Affairs.)

Ágúst Ólafur sat á Alþingi 2003-2009 fyrir Samfylkinguna. Hann gegndi formennsku í viðskiptanefnd Alþingis og sat að auki í allsherjarnefnd og heilbrigðisnefnd. Þá sat hann í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og var varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU). Ágúst Ólafur var formaður Evrópunefndar forsætisráðuneytisins 2008-2009 og formaður barnanefndar 2007-2009. Hann sat einnig í nefnd um endurskoðun laga um erlenda fjárfestingu og var formaður Framkvæmdasjóðs aldraða 2007-2009. Ágúst Ólafur er kvæntur Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lögfræðingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert