Skaftárhlaup yfirvofandi

Skaftá á upptök sín í Skaftárjökli. Vatn safnast fyrir.
Skaftá á upptök sín í Skaftárjökli. Vatn safnast fyrir. mbl.is/RAX

„Skaftárjökull hefur veitt kvísl sitt á hvað í Hverfisfljót eða Skaftá, eftir því hvernig hann stendur af sér. Nýlega fór kvísl, sem venjulega hefur runnið í Skaftá, að renna í Hverfisfljót.“

Þetta segir Oddur Sigurðsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, í Morgunblaðinu í dag og bætir við: „Hinsvegar hringdi í mig maður úr Fljótshverfi og sagði mér að það væri óskaplega lítið vatn, og tært, í Skaftá núna miðað við venjulega en hins vegar væri það eðlilegt í Hverfisfljóti.“

Að sögn Odds er búist við hlaupi úr svokölluðum eystri Skaftárkatli enda séu rúmlega tvö ár síðan síðast hljóp úr honum en lengsta hlé sem áður sé þekkt hafi verið um þrjú ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert