Á rétt á bótum eftir fall fram fyrir sig

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Þorkell Þorkelsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt rétt 58 ára konu til greiðslu bóta úr hendi Varðar trygginga vegna tjóns af völdum slyss sem hún varð fyrir þegar hún féll fram fyrir sig, á heimili sínu í nóvember 2009.

Í tilkynningu til tryggingafélagsins sagðist konan hafa verið á leið að svalahurð, hún hefði dottið fram fyrir sig, rotast og slasast á vinstri öxl og augnabrún. Tryggingafélagið féllst ekki á kröfu konunnar og taldi ekki að um væri að ræða slys eins og það er skilgreint í skilmálum.

Konan gaf skýrslu fyrir dómi þar sem hún sagðist hafa komið úr heim úr kvöldverðarboði. Eiginmaður hennar hefði verið genginn til hvílu, en hún ákveðið að fá sér einn „smók“ fyrir svefninn. Hefði hún gengið inn í stofu og í átt að svalahurðinni en þá skyndilega dottið. Hún hefði næst munað eftir sér, þegar hún hefði verið að ranka við sér og kallað á eiginmann sinn, sem hefði komið og í framhaldinu hringt á sjúkrabíl.

Að öðru leyti mundi konan lítið eftir atvikum, og kvaðst ekki vita hvað valdið hefði því að hún hefði dottið. Motta hefði verið a gólfinu og hún hefði verið í síðu pilsi og eins hefði leikfang eftir barnabörnin getað legið á gólfinu.

Slys eins og því er lýst í skilmálum

Hugtakið slys er skilgreint í tryggingaskilmálum stefnda sem skyndilegur utanaðkomandi atburður sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er, og gerist án vilja hans. Er skilgreiningin í samræmi við hugtakið slys í vátryggingarétti og á fleiri réttarsviðum.

Dómurinn taldi ekkert hafa komið fram í málinu sem benti til þess að orsakir þess að konan féll í umrætt sinn væri að rekja til annars en skyndilegs utanaðkomandi atburðar. Því hefði verið um slys að ræða.

Tryggingafélagið hélt því þá fram að jafnvel þótt meiðsli konunnar væri að rekja til slyss hefði réttur til tryggingarinnar fallið niður þar sem konan hefði verið drukkin þegar umrætt slys hefði átt sér stað. Vísaði félagið bæði í vætti heilbrigðisstarfsmanna og eigin frásögn konunnar.

Í þessu sambandi vakti tryggingafélagið athygli á því að af áverkum konunnar mætti ráða að hún hefði fallið fram fyrir sig og skollið þannig í gólfið að öxl og höfuð hefði lent harkalega á gólfinu. Af því var dregin sú ályktun að hún hefði fallið kylliflöt og endilöng, án þess að bera hendur fyrir sig. Af hálfu félagsins var fullyrt að einstaklingur, sem væri með fullnægjandi meðvitund, bæri að öllu jöfnu hendur fyrir sig, þegar honum yrði fótaskortur.

„Örlítið ölvuð“ á slysadeild

Konan hafnaði því alfarið að hún hefði verið drukkin þegar slysið varð eða slysið mætti rekja til áfengisneyslu hennar fyrr um kvöldið. Hún hefði neytt borðvíns með mat í matarboðinu og mögulega líkjörs. Hún hefði verið undir áhrifum áfengis en ekki drukkin.

Dómurinn taldi enga vissu um ölvunarástand konunnar þegar hún varð fyrir meiðslum. Að mati læknis á slysdeild- og bráðadeild var konan „örlítið ölvuð“ við komuna þangað, en einnig væri í skilmálum Varðar áskilnaður um orsakasamband milli tjóns og ölvunar vátryggingartaka. Ekki þótti tryggingafélagið hafi sýnt fram á það orsakasamhengið.

Það var því niðurstaða dómsins að taka bæri viðurkenningakröfu konunnar til greina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Halldór gefur ekki kost á sér

18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »

Jeppi út af blautum malarvegi

17:51 Jeppabifreið valt við Þórisvatn á Héraði á fjórða tímanum í dag en sjö voru um borð í honum, fimm fullorðnir og tvö börn.  Meira »

Reykjavík í 37. sæti

17:34 Reykjavík er í 37. sæti yfir lífvænlegustu borgir heims ef marka má úttekt tímaritsins Economist. Hefur borgin stokkið upp um 15 sæti frá því árið 2015 er borgin sat í 52. sæti. Meira »

Allt að 97% verðhækkun

17:32 Verð á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla hefur hækkað milli ára þar sem mest hækkun var heil 97%. Penninn-Eymundsson, Mál og Menning og A4 hafa hækkað verð á flestum nýjum námsbókum sem voru í könnunum ASÍ í fyrra á meðan allar verð Bókabúðarinnar Iðnú hafa lækkað. Meira »

Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

17:21 „Það er augljóst að fólk sættir sig ekki við svona ákvarðanir,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, en í dag voru undirskriftir tæplega 15 þúsund Íslendinga afhentar fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, þar sem þess var krafist að mál afganskra feðgina og nígerískrar fjölskyldu verði endurskoðuð. Meira »

57 milljónir fyrir 26 daga leigu

16:19 Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Meira »

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

16:50 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára. Meira »

Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

16:16 Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

15:50 Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

Einfalda skráningu íslensks ríkisborgararéttar

15:49 Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum. Ætlun frumvarpsins er að draga úr ríkisfangsleysi með því að einfalda möguleika á skráningu íslensks ríkisborgararétts til barna sem fæðast hér á landi og ungs fólks sem búið hefur hér á landi. Meira »

Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

15:34 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn Meira »

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut

15:34 Umferðarslys varð fyrir stuttu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. veginum hefur ekki verið lokað en einhverjar tafir eru á umferð þar í suðurátt. Meira »

„Mun koma í bakið á okkur öllum“

13:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is. Meira »

Tímasetningin ekki sú besta

13:30 Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta. Meira »

Bandarísk herþota á miðjum vegi

14:29 Vegfarendur á Ásbrú ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu bandaríska herþotu á miðjum vegi í eftirdragi á eftir hvítum ISAVIA-pallbíl. Um er að ræða herþotu af gerðinni Phanton-F4 sem notaðar voru af Bandaríkjaher á árum áður. Meira »

Stýrir áætlun vegna húsnæðissáttmála

13:48 Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem kynntur var nýlega. Meira »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »
ÚTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Dráttarspil til sölu
Vandað spil ameriskt 8000lb, er með fjarstýríngu , ónotað í kassanum, tilboð ó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...