Á rétt á bótum eftir fall fram fyrir sig

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Þorkell Þorkelsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt rétt 58 ára konu til greiðslu bóta úr hendi Varðar trygginga vegna tjóns af völdum slyss sem hún varð fyrir þegar hún féll fram fyrir sig, á heimili sínu í nóvember 2009.

Í tilkynningu til tryggingafélagsins sagðist konan hafa verið á leið að svalahurð, hún hefði dottið fram fyrir sig, rotast og slasast á vinstri öxl og augnabrún. Tryggingafélagið féllst ekki á kröfu konunnar og taldi ekki að um væri að ræða slys eins og það er skilgreint í skilmálum.

Konan gaf skýrslu fyrir dómi þar sem hún sagðist hafa komið úr heim úr kvöldverðarboði. Eiginmaður hennar hefði verið genginn til hvílu, en hún ákveðið að fá sér einn „smók“ fyrir svefninn. Hefði hún gengið inn í stofu og í átt að svalahurðinni en þá skyndilega dottið. Hún hefði næst munað eftir sér, þegar hún hefði verið að ranka við sér og kallað á eiginmann sinn, sem hefði komið og í framhaldinu hringt á sjúkrabíl.

Að öðru leyti mundi konan lítið eftir atvikum, og kvaðst ekki vita hvað valdið hefði því að hún hefði dottið. Motta hefði verið a gólfinu og hún hefði verið í síðu pilsi og eins hefði leikfang eftir barnabörnin getað legið á gólfinu.

Slys eins og því er lýst í skilmálum

Hugtakið slys er skilgreint í tryggingaskilmálum stefnda sem skyndilegur utanaðkomandi atburður sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er, og gerist án vilja hans. Er skilgreiningin í samræmi við hugtakið slys í vátryggingarétti og á fleiri réttarsviðum.

Dómurinn taldi ekkert hafa komið fram í málinu sem benti til þess að orsakir þess að konan féll í umrætt sinn væri að rekja til annars en skyndilegs utanaðkomandi atburðar. Því hefði verið um slys að ræða.

Tryggingafélagið hélt því þá fram að jafnvel þótt meiðsli konunnar væri að rekja til slyss hefði réttur til tryggingarinnar fallið niður þar sem konan hefði verið drukkin þegar umrætt slys hefði átt sér stað. Vísaði félagið bæði í vætti heilbrigðisstarfsmanna og eigin frásögn konunnar.

Í þessu sambandi vakti tryggingafélagið athygli á því að af áverkum konunnar mætti ráða að hún hefði fallið fram fyrir sig og skollið þannig í gólfið að öxl og höfuð hefði lent harkalega á gólfinu. Af því var dregin sú ályktun að hún hefði fallið kylliflöt og endilöng, án þess að bera hendur fyrir sig. Af hálfu félagsins var fullyrt að einstaklingur, sem væri með fullnægjandi meðvitund, bæri að öllu jöfnu hendur fyrir sig, þegar honum yrði fótaskortur.

„Örlítið ölvuð“ á slysadeild

Konan hafnaði því alfarið að hún hefði verið drukkin þegar slysið varð eða slysið mætti rekja til áfengisneyslu hennar fyrr um kvöldið. Hún hefði neytt borðvíns með mat í matarboðinu og mögulega líkjörs. Hún hefði verið undir áhrifum áfengis en ekki drukkin.

Dómurinn taldi enga vissu um ölvunarástand konunnar þegar hún varð fyrir meiðslum. Að mati læknis á slysdeild- og bráðadeild var konan „örlítið ölvuð“ við komuna þangað, en einnig væri í skilmálum Varðar áskilnaður um orsakasamband milli tjóns og ölvunar vátryggingartaka. Ekki þótti tryggingafélagið hafi sýnt fram á það orsakasamhengið.

Það var því niðurstaða dómsins að taka bæri viðurkenningakröfu konunnar til greina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikill mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðárkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bókhald - laun
Vantar þig bókara? Er viðurkenndur bókari með margra ára reynslu og vill gjarnan...
Stálfelgur
Til sölu stálfelgur á Toyota Auris, Corolla 07- Avensis 09- ofl svartar með kopp...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
 
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...