„Varla samþykkt samhljóða“

Raforka til annars áfanga álversins í Helguvík átti að koma …
Raforka til annars áfanga álversins í Helguvík átti að koma af Reykjanesinu. mbl.is/RAX

Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir samþykkt þingsályktunartillögu um rammaáætlun. Að sögn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, er ljóst að tillagan verður „varla samþykkt samhljóða“.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Mörður hins vegar hafa góðar vonir um að meirihluti sé fyrir tillögunni, þó svo að hann viti ekki nákvæmlega hvernig sá meirihluti líti út nú.

Róbert Marshall alþingismaður tekur í sama streng en hann segir að það verði að koma í ljós hvort þingmeirihluti sé fyrir málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert