Útsvarið stendur víðast í stað

mbl.is

Ekki er útlit fyrir að útsvar verði lækkað hjá stærri sveitarfélögum landsins á næsta ári. Á Seltjarnarnesi stendur hins vegar til að lækka hlutfallið úr 14,18% í 13,66%.

Reykjavíkurborg leggur fram fjárhagsáætlun sína í dag en þar fengust þær upplýsingar í gær að engin fyrirheit hefðu verið gefin um að útsvar yrði lækkað. Þar stendur útsvar í 14,48%.

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar verður lögð fram til fyrri umræðu á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bænum stendur ekki til að breyta útsvarinu.

Frá Akureyrarbæ fást þær upplýsingar að engar breytingar á útsvari séu fyrirhugaðar en í skoðun sé að breyta verðskrám bæjarins.

Í Kópavogi vinna bæjaryfirvöld nú að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Í öllum ofantöldu sveitarfélögunum er útsvarshlutfallið 14,48%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert