Beinbrot væntanlega rakin til hálku

mbl.is/Hjörtur

 Á fimmta tímanum í dag var tilkynnt um tvö beinbrot á höfuðborgarsvæðinu og telur lögregla líklegt að þau megi rekja til hálku enda hálkublettir víða.

Klukkan 16:37 var tilkynnt um að karlmaður hefði fallið í Árbæjahverfi og væri líklega handleggsbrotinn. Skömmu síðar var tilkynnt að kona hefði fallið utandyra við verslunarmiðstöð í austurborginni og væri líklega fótbrotin.

Á sjöunda tímanum var tilkynnt um að stúlka hefði meiðst á höfði þegar hleri á hópferðabifreið fauk á hana við Umferðarmiðstöðina.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur nokkur erill hefur verið í borginni vegna ölvunar en kvartað hefur verið undan ölvuðu fólki án þess að það tengist menningarviðburðum eða öðrum uppákomum, segir lögreglan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert