Veikara velferðarkerfi á Íslandi

Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni.
Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni. Ómar Óskarsson

Megin áhersla á uppbyggingu samfélagsins og efnahagslífsins eftir að Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944 skýrir að hluta hvers vegna hér á landi er veikara velferðarkerfi en á hinum Norðurlöndunum.

Þetta kemur fram í grein Saadna Sheriffdeen á stjórnmálavefnum Geopolitical Monitor en þar leitast hún við að bera Ísland saman við Norðurlöndin annars vegar og Bretland hins vegar.

Máli sínu til stuðnings vitnar hún til norrænna sagnfræðinga sem tengi veikara velferðarkerfi en á Norðurlöndum við síðbúna þróun og síðbúið sjálfstæði Íslands.

Hún skrifar að áherslan á frelsi og réttindi einstaklingsins sé meiri á Íslandi en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.

Greinina er hægt að nálgast hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert