Allar björgunarsveitir kallaðar út

Björgunarsveitarmenn að störfum í morgun.
Björgunarsveitarmenn að störfum í morgun.

Fjöldi aðstoðarbeiðna vegna óveðurs hefur nú borist á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að kalla út allar björgunarsveitir á svæðinu. Sveitin í Mosfellsbæ var við störf í nótt og í morgun. Flest verkefnanna eru í Mosfellsbæ og Grafarvogi.

Vegfarandi sagði mbl.is frá því að þakplötur væru að losna af þaki á húsi í Vesturbæ Reykjavíkur.

 Björgunarfélag Hornafjarðar er einnig í óveðursaðstoð, þar eru þakplötur að losna og rúður að brotna.

 Björgunarsveitin á Dalvík er að sækja bílstjóra sem situr fastur í bíl sínum í Ólafsfjarðarmúla, segir í upplýsingum frá Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert