Launamunur kynjanna eykst

Leiðbeinendur á leikskólum eru í lægsta launaflokki.
Leiðbeinendur á leikskólum eru í lægsta launaflokki. mbl.is/Sigurgeir

Karlar í Flóafélögunum hafa að meðaltali 40% hærri laun en konur í sömu verkalýðsfélögum, skv. nýrri Gallupkönnun. Heildarlaun karla í fullu starfi eru um 379.000 kr. en 271.000 hjá konum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs hjá Eflingu, þetta mikið áhyggjuefni.

„Þessar niðurstöður voru okkur mikil vonbrigði. Við getum ekki látið sem það sé enginn munur. Við verðum að bregðast við þessum niðurstöðum,“ segir Harpa.

Karlar í fullu starfi hjá félögunum vinna að meðaltali 48,6 klukkustundur á viku eða ríflega klukkustund lengur en í sömu könnun fyrir ári. Vinnutími kvenna í fullu starfi er hins vegar 42 stundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert