Útköllin orðin 410 talsins

Björgunarsveitarfólk að störfum í óveðrinu
Björgunarsveitarfólk að störfum í óveðrinu

Heldur hefur dregið úr aðstoðarbeiðnum til björgunarsveita í kvöld. Frá því klukkan 19.00 hafa 13 beiðnir borist á höfuðborgarsvæðinu og er því heildarfjöldi útkalla í dag orðinn 410.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að vindáttin hafi breyst í kvöld og verkefnin því færst til. Því hafa flest útköllin verið í Kópavogi og Garðabæ í kvöld.

Í kvöld hafa sveitir einnig verið að störfum í Grindavík, Staðarsveit, Akranesi, Vestmannaeyjum og Hveragerði. Verkefnin eru flest minniháttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert