Fengu sms frá almannavörnum

Björgunarsveitarmenn vinna að því að festa þakplötur á húsi.
Björgunarsveitarmenn vinna að því að festa þakplötur á húsi. mbl.is/Golli

Íbúar í Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ fengu sms skilaboð frá almannavörnum í gærkvöld um að forðast að vera á ferli og halda sig hlémegin í hverfinu, eftir að plötur tóku að losna af þaki stórrar skemmu á Esjumelum. Óttast var að mikið magn af þakplötum myndi dreifast yfir Vesturlandsveginn og Leirvogstunguhverfið.

Þetta var í fyrsta skipti sem þessi aðferð er prófuð, en hóp-sms sem þessi eru hluti af nýju viðvörunarkerfi sem almannavarnir og lögregla hefur innleitt. Kerfið býður upp á að send séu skilaboð á alla síma sem eru innan ákveðins svæðis.

Voru skilaboðin sem send voru út í gær prufa, en af ríku tilefni. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu tókst þessi tilraun ágætlega en haldið verður áfram að slípa viðvörunarkerfið til og sníða af því vankanta.

Ekki er lengur talin hætta af skemmubrakinu sem fauk um hverfið í gærkvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert