Strandsiglingar hefjist næsta vor

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Stjórnvöld stefna að því að strandsiglingar geti hafist við Ísland í mars eða apríl á næsta ári. Þetta kom fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Ásmundi Einari Daðasyni, þingmanni Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

Málið hefur verið í umsagnarferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og tafist vegna þess að sögn Ögmundar en starfshópur á vegum ráðuneytis hans lagði til í byrjun ársins að sett yrði af stað tilraunaverkefni til nokkurra ára um strandsiglingar. Þegar ESA hefði afgreitt málið fyrir sitt leyti yrðu siglingarnar boðnar út í „snarhasti“.

Fram kom ennfremur hjá Ögmundi að gert væri ráð fyrir siglingu í kringum landið einu sinni í viku með fastri viðkomu á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum og að um yrði að ræða að lágmarki 50 ferðir á ári. Hins vegar yrði sá möguleiki fyrir hendi að fjölga ferðum ef á þyrfti að halda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert