Eykur fylgi sitt í öllum kjördæmum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt í öllum kjördæmum og næði til að mynda inn sex kjördæmakjörnum þingmönnum í Suðvesturkjördæmi en þar á flokkurinn nú fjóra þingmenn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þetta kom fram í Sjónvarpsfréttum klukkan tíu í kvöld.

Hins vegar hrynur fylgið af Samfylkingunni í þessu sama kjördæmi, en þar verður haldið prófkjör hjá bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki um helgina. Þar á flokkurinn fjóra þingmenn, en næði einungis inn tveimur kjördæmakjörnum mönnum miðað við könnun Gallups.

Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað tveggja flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki, Samfylkingu eða Vinstri grænum eftir næstu kosningar.

Björt framtíð fengi fimm menn inn

Nýtt framboð Bjartrar framtíðar næði fimm mönnum á þing samkvæmt könnun Gallups, Framsókn fengi átta menn en er með níu, Samfylkingin myndi tapa fjórum þingmönnum, Vinstri grænir sex, en Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tíu þingmönnum.

Fylgi Vinstri grænna dregst saman um nálega helming í flestum kjördæmum og fylgi Samfylkingar dregst saman í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi. Fylgi Framsóknar dregst saman í öllum kjördæmum nema Suðvestur- og Norðvesturkjördæmum og flokkurinn fengi til að mynda engan þingmann í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert