Landsliðið fékk viðurkenningu

Menntamálaráðherra veitti í dag kvennalandsliðinu í fótbolta viðurkenningu á baráttudegi gegn einelti vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Liðsmenn kvennalandsliðsins tóku sig saman og gerðu myndband ásamt frumsömdu lagi með skilaboðum gegn einelti.

Í dag, 8. nóvember 2012, er árlegur baráttudagur gegn einelti. Í tilefni dagsins stendur verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti, samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta, fyrir hátíðardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu.

Verkefnastjórnin ákvað að veita landsliðinu viðurkenningu og telur framgöngu liðsins endurspegla markmið verkefnisins að byggja upp samfélag sem einkennist af lýðræðislegum gildum, þar sem einelti er hafnað og allir búa við öryggi og virðingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert