15% færri bókanir hjá hótelkeðju

Hótel Hamar er við golfvöll Borgnesinga og rekið í samstarfi …
Hótel Hamar er við golfvöll Borgnesinga og rekið í samstarfi við Icelandair-hótelin. Stækka átti hótelið í átt að golfskálanum. mbl.is/Golli

„Óvissan sem er uppi í greininni er óþolandi, hreint út sagt. Við sjáum fækkun í bókunum á milli ára og ferðaheildsalar eru greinilega farnir að halda að sér höndum á meðan óvissa er uppi um stöðu mála hér á landi.“

Þetta segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Miðað við sama tíma í fyrra eru bókanir hótelkeðjunnar fyrir næsta sumar 15% færri en þær voru fyrir sumarið í ár.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að óvissan er einnig farin að hafa þau áhrif að hóteleigendur hafa frestað áformum um frekari fjárfestingar. Eigendur Hótels Hamars í Borgarnesi, sem er rekið undir merkjum Icelandair Hotels, hafa ákveðið að slá stækkun hótelsins á frest. Allt var klárt til að hefja framkvæmdir í haust og til stóð að vígja viðbyggingu næsta vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert