Bjarni með 54% atkvæða

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni hlaut 2.728 atkvæði af 5.070 eða 54%. Ef aðeins er miðað við gild atkvæði hlaut Bjarni 55,54% atkvæða. Ragnheiður Ríkharðsdóttir verður í öðru sæti, Jón Gunnarsson í því þriðja, Vilhjálmur Bjarnason í fjórða sæti og Elín Hirst í því fimmta.

Niðurstaða prófkjörsins varð þessi:

  1. Bjarni Benediktsson - 2728 atkvæði í 1. sæti
  2. Ragnheiður Ríkharðsdóttir - 2153 atkvæði í 1. – 2. sæti
  3. Jón Gunnarsson - 2267 atkvæði í 1. – 3. sæti
  4. Vilhjálmur Bjarnason - 2378 atkvæði í 1. – 4. sæti
  5. Elín Hirst - 2547 atkvæði í 1. – 5. sæti
  6. Óli Björn Kárason - 2642 atkvæði í 1. – 6. sæti
  7. Karen Elísabet Halldórsdóttir - 2039 atkvæði í 1. – 7. sæti

Aðrir frambjóðendur hlutu færri atkvæði.

Alls voru greidd 5.070 atkvæði í prófkjörinu. Auðir og ógildir seðlar voru 159 talsins.

Nánari um skiptingu atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert