Katrín hvött í framboð eftir prófkjörið

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra.
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún muni bjóða sig fram til formanns í Samfylkingunni. Hún hafi hins vegar verið hvött til þess að íhuga það bæði í aðdraganda og eftir prófkjörið í gær þar sem Katrín beið lægri hlut fyrir Árna Páli Árnasyni í slag um 1. sæti í SV-kjördæmi.

Þó Katrín hafi hafnað í öðru sæti í prófkjörinu telja margir hana hafa sterka stöðu innan Samfylkingarinnar á landsvísu. Hún segist hafa verið hvött í formannsframboð, bæði fyrir og eftir kosningarnar í gær.

„Það hefur verið gert, bæði í aðdraganda prófkjörsins og eftir það. En á þessari stundu finnst mér ekki tímabært að taka þessa ákvörðun. Öll prófkjörin þurfa að klárast og þegar úrslitin liggja fyrir úr þeim, þá er fyrst tímabært að skoða stöðuna,“ segir Katrín.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert