„Við þurfum að breyta um takt“

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í gærkvöldi.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

„Ég fann sterkt í þessari baráttu viljann til að breyta. Samfylkingin þarf að nýta styrk sinn og fjölbreytni til að skapa ný stjórnmál og laða fram það besta í okkur öllum. Samfylkingin þarf að vera gott og heiðarlegt samfélag ef hún á að geta breytt samfélagi okkar allra til góðs.“

Þetta segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, á facebooksíðu rétt í þessu. Hann segist sitja og lesa heillaóskir í tölvupósti, sms-skeytum og á Facebook í hundraðavís sem enn berist.

„Þúsund þakkir fyrir falleg orð og hvatningu,“ segir hann við stuðningsmenn sína. „Orka ykkar allra og sannfæring fyrir að við þyrftum að breyta um takt var hreyfiafl þessa sigurs. Ég er sannfærður um að þorri þjóðarinnar deilir þeirri sýn. Takk fyrir allt ykkar starf - en við erum rétt að byrja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert