Tungan heldur ekki í við tæknina

Nemendur eru margir hverjir byrjaðir að nota spjaldtölvur í námi …
Nemendur eru margir hverjir byrjaðir að nota spjaldtölvur í námi sínu. mbl.is/Ómar

„Aðalhættan er þessi að það vaxi hér upp kynslóð sem hefur það á tilfinningunni að íslenska sé gamaldags og ófullkomið tungumál sem henti ekki innan nýrrar tækni.“

Þetta segir Eiríkur Rögnvaldsson, fulltrúi í stjórn Íslenskrar málnefndar, í Morgunblaðinu í dag, en evrópsk könnun á stöðu 30 Evróputungumála gagnvart tölvu- og upplýsingatækni hefur leitt í ljós að íslenska stendur höllum fæti á sviði máltækni.

Í ályktun íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2012, sem kynnt verður í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, eru lagðar til ýmsar aðgerðir. Ein þeirra er að gerð verði áætlun til næstu tíu ára um uppbyggingu og þróun íslenskrar máltækni með það að markmiði að íslenska verði gjaldgeng sem víðast innan tölvu- og upplýsingatækninnar. Einnig er lagt til að stofnaður verði þróunarsjóður íslenskrar máltækni með a.m.k. 20 milljóna króna árlegu framlagi á fjárlögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert