Óveður á Suður- og Vesturlandi

mbl.is/Gúna

Óveður er undir Eyjafjöllum. Óveður er á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Mosfellsheiði. Á Vesturlandi er óveður við Hafnarfjall en eins á Fróðárheiði og þar er snjóþekja.

Hálka er á Holtavörðuheiði og á Svínadal en hálkublettir á Bröttubrekku, Vatnaleið og víðar.

Hálka er víða á Vestfjörðum og snjókoma á sunnanverðum fjörðunum.

Í Húnavatnssýslum eru hálkublettir á hringveginum en hálka víða á útvegum. Annars er víðast hvar hálka eða snjóþekja á Norður- og Norðausturlandi.

Laxá í Aðaldal flæðir yfir veg við Garðsnúp og eru vegfarendur beðnir að sýna varúð. Óveður er á Mývatnsöræfum og þæfingsfærð. Ófært er um Hólasand og eins að Dettifossi.

Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum vegum og sumstaðar skafrenningur. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir á fáeinum köflum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert