Misnotkun á þjóðaratkvæði

Fjöldi fólks fylgdist með fundinum sl. föstudag.
Fjöldi fólks fylgdist með fundinum sl. föstudag. mbl.is/Árni Sæberg

Gera þarf kröfu um að ferlið að baki nýrri stjórnarskrá standi undir tiltölulega skýrum kröfum um að fyrir liggi góðar upplýsingar og að reynt sé að ná fram hámarkssamstöðu ef ferlið á að virka sem almennt uppgjör við hrunið og sem tækifæri til þess að fólk geti skoðað sig um og velt því fyrir sér hvert það vilji stefna.

Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur, en hann flutti erindi um stöðu stjórnarskrárvinnunnar á fundi sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. „Ef við keyrum þetta fram án upplýsinga og án þess að reyna að ná fram samstöðu þá erum við augljóslega ekki að gera upp við hrunið með einhverjum sannfærandi hætti,“ segir Gunnar Helgi.

Þá bendir Gunnar Helgi á að vel unnin skoðanakönnun hefði getað reynst gagnlegri en þjóðfundurinn og þjóðaratkvæðagreiðslan um tillögur stjórnlagaráðs. „Þjóðaratkvæðagreiðslan, í þessu tilviki, er að mínu viti gott dæmi um misnotkun á þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar sem þú heldur þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hin efnislega umræða hefur farið fram og reynir síðan að nota niðurstöðurnar til að þagga niður umræðuna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert