Árni valinn Evrópumaður ársins

Árni Finnsson
Árni Finnsson

Árni Finnsson,  formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands var útnefndur Evrópumaður ársins á aðalfundi Evrópusamtakanna í gær. Ný stjórn var kosin á fundinum og hana skipa: Andrés Pétursson fjármála- og skrifstofustjóri formaður, G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson framhaldsskólakennari, Sigrún Gísladóttir, fyrrum bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi Besta flokksins og Pétur Snæbjörnsson framkvæmdastjóri. Varamenn í stjórn eru: Einar Kárason rithöfundur, Guðmundur Hallgrímsson lyfjafræðingur og Sema Erla Serdar verkefnisstjóri.

 Í tilkynningu kemur fram að Árni hefur í fjölda ára fjallað um málefni sem tengjast náttúru og umhverfismálum, sem og Evrópumálum.

„Umhverfismál einn af mikilvægustu málaflokkunum sem ESB tekst á við (sem og öll heimsbyggðin), en miklar breytingar hafa orðið í þessum mála flokki á undanförnum árum og áratugum,“ segir í tilkynningu.

Á aðalfundinum flutti Jóhann R. Benediktsson, fyrrum sýslumaður á Keflavíkurflugvelli  erindi sem hann kallaði „Schengen og alþjóðleg samskipti Íslands”. Jóhann er núverandi framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins HBT.

„Niðurstaða hans var sú að Ísland væri nánast berskjaldað án þáttöku í Schengen og að vinnubrögð, sem einu sinni hefðu verið ómarkviss og handahófskennd, væru nú þauskipulögð og fagmannleg.

Fór Jóhann vítt og breitt um þetta mikilvæga málefnasvið, enda mikill kunnáttumaður um málefnið og spunnust í kjölfar erindisins málefnalegar og skemmtilegar umræður,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert