Gæti haldið áfram för í kvöld

Flutningaskipið Pólfoss.
Flutningaskipið Pólfoss. Af vef Eimskip

„Það hefur verið staðfest af norskum yfirvöldum að hann hafi sofnað,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, í samtali við mbl.is spurður að því hvort endanlega hafi fengist staðfest að strand Pólfoss, flutningaskips félagsins, við eyjuna Altra í Norður-Noregi sé afleiðing þess að stýrimaður skipsins hafi sofnað. „Það er ástæðan fyrir þessu óhappi.“

Skipið er með öllu óskemmt en Ólafur segir að kafarar sem skoðuðu það hafi sagt að það þyrfti kannski að bletta botninn á því en annað ekki. „Það var bara lán í óláni að skipið strandaði á þessum stað þar sem botninn var þetta mjúkur og olli ekki skemmdum.“

Spurður hvenær Pólfoss kunni að halda áfram ferð sinni til Álasunds segir Ólafur að jafnvel sé vonast til þess að það gæti orðið strax í kvöld. „Það er í raun bara spurning um það hvenær skipið fær grænt ljós frá yfirvöldum. Þetta er bara orðið klukkutíma spursmál.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert