Valgerður: Sátt við niðurstöðuna

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Friðrik Tryggvason

„Ég er ekki ósátt við niðurstöðuna. Það voru margir að keppa um það sama. Niðurstaðan varð sú að ég verð í öðru sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og það er býsna gott,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Hún stefndi á 1.-2. sætið í flokksvalinu, en hafnaði í því fjórða. 

Hún segir kosningabaráttuna hafa farið vel fram og segir útkomuna vera sterkan lista sem hún sé stolt af að vera hluti af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert