Mikilvægi íslenskunnar sett í stjórnarskrá

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að hún teldi æskilegt að kveðið yrði á um stöðu íslenskrar tungu í ákvæði frumvarps að nýrri stjórnarskrá um menningarverðmæti en fyrsta umræða um frumvarpið í þinginu sem hófst í gær er nú framhaldið.

Sérstök umræða fór fram fyrr í dag á Alþingi um stöðu íslenskunnar á tölvuöld að frumkvæði Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og var víðtæk samstaða á meðal þingmanna um mikilvægi þess að standa vörð um íslenska tungu.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Katrínu að því hvort hún teldi að til greina kæmi að sett yrði ákvæði í stjórnarskrá landsins um stöðu íslenskunnar og mikilvægi hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert