Asahláka á Siglufirði

Frá Siglufirði í morgun.
Frá Siglufirði í morgun. mbl.is/Sigurður Ægisson

Asahláka er nú á Siglufirði og afar hvasst var þar í morgun. Götur eru þar víða umflotnar vatni, svo gangandi vegfarendur eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Mikið snjóaði þar bæði í gær og í fyrradag og nú er þar um 10 stiga hiti.

„Í þessari vindátt, austnorðaustan, verða hviðurnar svo svakalegar og það ræðst ekki við eitt eða neitt,“ segir Ómar Geirsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar Stráka  á Siglufirði. „Nú er austanátt og blankalogn, en allt er á floti.“

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út um sexleytið í morgun vegna foks á þakplötum, en plötur fuku af þaki bílaverkstæðis í bænum. „Svo þurftum við að hemja járnplötur sem fuku út um allan bæ, En þetta var svo snemma að það var lítið um gangandi fólk, sem betur fer,“ segir Ómar.

Frá Siglufirði í morgun.
Frá Siglufirði í morgun. mbl.is/ Sigurður Ægisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert