Kvartað yfir ungmennum á vélhjólum

Búið er að koma upp braut í Kapelluhrauni sem ætluð …
Búið er að koma upp braut í Kapelluhrauni sem ætluð er fyrir börn og unglinga og hefur verið ákveðið að leyfa öllum ungmennum 16 ára og yngri að aka frítt í brautinni. mbl.is/Aron Frank

Töluvert hefur verið um kvartanir frá bæjarbúum í Hafnarfirði yfir ungmennum á óskráðum vélhjólum á götum bæjarins. Sökum þessa hefur Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar og Mótorhjóla- & snjósleðaíþróttasamband Íslands (MSÍ) ákveðið að fara í herferð gegn vandanum.

Málið var tekið fyrir á fundi íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar í vikunni og samþykkt að fela forstöðumanni Músík og Mótors að hafa samband við Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar um samstarf þeirra á milli vegna málsins.

Í bréfi frá stjórnarmanni í Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar og MSÍ, sem er sérsamband innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem sent var íþrótta- og tómstundanefnd segir að mikil samdráttur hafi orðið í þátttöku ungmenna í keppnum. Farið verði í umrædda herferð til að koma ungmennum af götunum og inn á lokuð svæði. „Einnig viljum við stuðla að því að krakkarnir hugsi um hjólin sem íþrótt og mæti í keppnir frekar en að keyra um götur Hafnarfjarðar.“

Búið er að koma upp braut í Kapelluhrauni sem ætluð er fyrir börn og unglinga og hefur verið ákveðið að leyfa öllum ungmennum 16 ára og yngri að aka frítt í brautinni.

Þá vilja félögin ná til forráðamanna barna á vélhjólum. „Við viljum fá foreldra til að hitta okkur með krökkunum og kynna þessar hugmyndir fyrir þeim. Við viljum að foreldrar gefi sér tíma til að skutla krökkunum upp á braut og alls ekki láta þau kera sjálf að heiman og upp á svæði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert