Stofnfrumur á mannamáli

Í dag verður forsýnd ný heimildarmynd um stofnfrumur og hlutverk þeirra við lækningar. Elín Hirst, annar höfunda, segir það koma á óvart hversu stutt sé í að stofnfrumur geti farið að lækna erfiða sjúkdóma og kvilla en í myndinni er fjallað um þrjá einstaklinga sem hafa farið í stofnfrumumeðferð. 

Aðalpersónan er Vestmannaeyingurinn Unnur Tómasdóttir en hún fór í stofnfrumumeðferð á síðasta ári vegna eitlakrabbameins og í myndinni er henni fylgt eftir í gegnum ferlið.  

Frumkvæði að myndinni átti Kjartan Gunnarsson lögfræðingur og er framlag hans til blóðlækningadeildar LSH og Krabbameinsfélagsins sem þakklætisvottur en hann gekkst undir stofnfrumumeðferð vegna mergfrumuæxlis árið 2010. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert